Í uppfærðum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er megin áhersla lögð á styttri ferðatíma, minni tafir og aukið umferðaröryggi. Lykilþættir í því eru uppbygging stofnvega og stórbættar almenningssamgöngur, auk fjölgunar hjóla- og göngustíga.
Verksja.is er ný upplýsingagátt þar sem finna má upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir Samgöngusáttmálann. Þar má finna yfirlitskort, myndefni, auk þess sem sjá má stöðu, umfang og áætluð verklok framkvæmda og ýmsan annan fróðleik.
Með framkvæmdum Samgöngusáttmálans verður styrkari stoðum rennt undir allar samgönguleiðir, álaginu dreift og þjónusta við íbúa bætt samkvæmt fréttatilkynningu frá Betri Samgöngum ohf.