Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu 4. bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti.
Öll námskeiðin verða í Frístundaseli Varmálskóla, að Varmá og fer skráning fram í íþróttamiðstöðinni að Varmá og/eða í síma 566-6754.
- Námskeiðsgjald skal greitt við skráningu
- Hvert námskeið 1/1 kostar kr. 12.500 kr.
- Hálfur dagur kr. 8500
- Boðið er upp á morgungæslu kl. 8:00-9:00 og síðdegisgæslu 16:00-17:00, ef nægur fjöldi næst
- Auka klst. (8:00-9:00 og 16:00-17:00) 350 kr./klst.
Sumarfjör 2018 verður með svipuðu móti og undanfarin ár. Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum. Farið verður í stuttar ferðir, leiki, hjólreiðatúr, íþróttir, fjallgöngu, ratleik, sund og margt fleira skemmtilegt.
Ætlast er til að börnin komi með nesti og hlífðarföt að heiman. Þau börn sem eru allan daginn borða þrisvar sinnum og þau sem eru hálfan daginn borða einu sinni.
Þau börn sem að þurfa á stuðning að halda, fá hann en merkja þarf sérstaklega við það á umsókn. Bendum foreldrum á að sækja um tímalega svo hægt sé að manna stuðninginn eftir þörfum.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.