Á fundi stjórnar Strætó bs. 7. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun. Gjaldskráin verður hækkuð að meðaltali um 3,9%. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verður 470 kr. eftir breytingu. Staðgreiðslufargjald fyrir 6-17 ára, aldraða og öryrkja verður 235 kr.
Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir rúmlega 30% af almennum rekstrarkostnaði félagsins.