Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. janúar 2012

Stjórn Strætó bs. ákvað á fundi sín­um 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn að hækka gjaldskrá sína.

Verð á tíma­bil­skort­um og  af­sláttar­far­mið­um hækka um 10% að jafn­aði 1. fe­brú­ar næst­kom­andi. Stök far­gjöld haldast hins veg­ar óbreytt, eða 350 krón­ur. Hækk­un­in er lið­ur í stefnu stjórn­ar þess efn­is að auka hlut far­gjalda­tekna í rekstr­ar­kostn­aði Strætó bs. og að gjaldskrá haldi í við þró­un al­menns verð­lags.

Hægt er að kaupa al­menn far­miða­kort og tíma­bil­skort í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar og  íþróttamið­stöð­inni að Varmá.

  • Barna­kort 6 – 12 ára (20 mið­ar)
  • Ung­menna­kort 12 – 18 ára (20 mið­ar)
  • Full­orð­in­skort (11 mið­ar)
  • Ör­yrkja og aldr­að­ir (20 mið­ar)
  • Grænt kort (1 mán­uð­ur)
  • Rautt kort (3 mán­uð­ir)

Nýbreytni varð á nú um ára­mót að grunn­skóla­nem­um með lög­heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gefst nú kost­ur á að kaupa nem­a­kort Strætó bs. en hing­að til hafa þau ein­ung­is ver­ið í boði fyr­ir nema á fram­halds- og há­skóla­stigi.

Líkt og áður hef­ur kom­ið fram hafa tekj­ur Strætó bs. af sölu far­gjalda nánast stað­ið í stað frá ár­inu 2001 í krón­um tal­ið. Al­mennt verð­lag hef­ur á sama tíma hækkað um tæp 80%. Stjórn Strætó tel­ur mik­il­vægt að far­gjöld og far­gjalda­tekj­ur fylgi al­menn­um verð­lags­breyt­ing­um í land­inu þeg­ar til lengri tíma er lit­ið. Þá hef­ur stjórn­in haft það markmið að stræt­is­vagnafar­gjöld séu í takt við það sem ger­ist í helstu ná­granna­lönd­um. Þar standa far­gjalda­tekj­ur víða und­ir mun hærra hlut­falli af kostn­aði en hér á landi. Al­gengt er að far­gjalda­tekj­ur í ná­granna­lönd­un­um standi und­ir 40-60% af rekstr­ar­kostn­aði. Hjá Strætó er sam­svar­andi hlut­fall nú um 25%.

„Far­þeg­um hef­ur fjölgað mik­ið und­an­farin miss­eri og mæl­ist fjölg­un far­þega milli ár­anna 2010 og 2011 tæp­lega 20 af hundraði. Strætó bs. hef­ur brugð­ist við aukn­um far­þega­fjölda með auk­inni þjón­ustu, einkum á anna­tím­um. Fyr­ir­hug­uð er enn frek­ari efl­ing þjón­ust­unn­ar á þessu ári og áfram­hald­andi end­ur­nýj­un vagna­kosts. Þá munu líta dags­ins ljós ýms­ar tækninýj­ung­ar sem munu létta við­skipta­vin­um líf­ið við notk­un þjón­ust­unn­ar. Einn­ig er rétt að minna á að enn­þá hef­ur það stór­kost­leg­an fjár­hags­leg­an sparn­að í för með sér að nota strætó frek­ar en einka­bíl­inn,“ seg­ir Guð­rún Ág­ústa Guð­munds­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur Strætó bs.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00