Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. nóvember 2024

Mos­fells­bær styrk­ir Björg­un­ar­sveit­ina Kynd­il með því að kaupa Neyð­arkall­inn 2024.

Neyð­arkall­inn í ár er ham­fara­sér­fræð­ing­ur sem  end­ur­spegl­ar mörg af þeim verk­efn­um sem björg­un­ar­sveit­irn­ar fást við þeg­ar nátt­úru­öflin láta á sér kræla.

Björg­un­ar­sveit­in Kyndill er í mik­il­vægu hlut­verki í sveit­ar­fé­lag­inu og Mos­fells­bær hef­ur átt far­sælt sam­st­arf við sveit­ina í gegn­um árin, með­al ann­ars í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð­ina Í tún­inu heima og skipu­lag Tinda­hlaups­ins þar sem sveit­in sinn­ir á hverju ári mik­il­væg­um hlut­verk­um.

Það var Ingi­björg Lára F. Ósk­ars­dótt­ir hjá björg­un­ar­sveit­inni Kyndli í Mos­fells­bæ sem færði Regínu Ás­valds­dótt­ur bæj­ar­stjóra neyð­arkall­inn 2024. Neyð­arkall­inn verð­ur seld­ur til 3. nóv­em­ber næst­kom­andi og renn­ur all­ur hagn­að­ur af söl­unni til björg­un­ar­sveita.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00