Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Neyðarkallinn í ár er hamfarasérfræðingur sem endurspeglar mörg af þeim verkefnum sem björgunarsveitirnar fást við þegar náttúruöflin láta á sér kræla.
Björgunarsveitin Kyndill er í mikilvægu hlutverki í sveitarfélaginu og Mosfellsbær hefur átt farsælt samstarf við sveitina í gegnum árin, meðal annars í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima og skipulag Tindahlaupsins þar sem sveitin sinnir á hverju ári mikilvægum hlutverkum.
Það var Ingibjörg Lára F. Óskarsdóttir hjá björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ sem færði Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra neyðarkallinn 2024. Neyðarkallinn verður seldur til 3. nóvember næstkomandi og rennur allur hagnaður af sölunni til björgunarsveita.
Tengt efni
Bókun samtala hjá velferðarsviði
Bæjarráð heimsótti stofnanir
Bæjarfulltrúar í bæjarráði fóru í árlega heimsókn á stofnanir bæjarins í síðustu viku í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
Mosfellsbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar