Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júlí 2024

Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar fagn­ar 20 ára af­mæli á næsta ári og af því til­efni fær hann upp­lyft­ingu og nýtt nafn.

Í til­efni þess verð­ur efnt til nafna­sam­keppni og eru öll áhuga­söm hvött til að senda inn til­lögu að nýju nafni á sal­inn.

Senda inn tillögu að nýju nafni:

Hægt er að senda inn til­lög­ur til og með 10. ág­úst.

Dóm­nefnd verð­ur skip­uð full­trú­um frá Sam­bandi ís­lenskra mynd­list­ar­manna, Mos­fells­bæ og menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd.


Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar er fjöl­nota sal­ur í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar í Kjarna, um 80 fm2 að stærð. Sal­ur­inn var vígð­ur þeg­ar Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar flutti í nú­ver­andi hús­næði 5. fe­brú­ar 2005. Lista­sal­ur­inn er op­inn á af­greiðslu­tíma Bóka­safns­ins og er geng­ið inn í sal­inn úr safn­inu.

Á hverju ári eru sett­ar upp um tíu mynd­list­ar­sýn­ing­ar, jafnt reyndra lista­manna og nýgræð­inga á mynd­list­ar­svið­inu. Jafn­framt er sal­ur­inn nýtt­ur fyr­ir ýmsa við­burði svo sem tón­leika, fyr­ir­lestra og fundi. Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar hef­ur það að leið­ar­ljósi að vera virk­ur sam­komu­stað­ur fyr­ir Mos­fell­inga og aðra gesti, bjóða upp á fjöl­breytt­ar sýn­ing­ar lista­manna og vinna þann­ig að fram­þró­un mynd­list­ar á Ís­landi. Mark­mið­ið er að sýn­ing­ar í saln­um veiti inn­sýn inn í fjöl­breyti­leika sam­tíma­list­ar, séu vand­að­ar og áhuga­verð­ar fyr­ir Mos­fell­inga og aðra gesti sal­ar­ins.

Við val á sýn­end­um er stuðst við markmið Lista­sal­ar Mos­fells­bæj­ar að kynna Mos­fell­ing­um sam­tíma­mynd­list, bæði reynd­ari lista­manna og þeirra sem eru að stíga fyrstu skref­in á lista­braut­inni. Áhersla er lögð á fjöl­breytni í sýn­ing­ar­vali. Leit­ast er við að velja sýn­ing­ar sem end­ur­spegla sem flesta miðla og að verkin kynni ólík­ar mynd­list­ar­stefn­ur og áhersl­ur. Sýn­ing­ar sem flokkast mættu sem hefð­bundn­ar og að­gengi­leg­ar víð­um hóp sýn­ing­ar­gesta fá að standa hlið við hlið til­rauna­kennd­ari og framúr­stefnu­legri sýn­inga.

Lista­sal­ur­inn hef­ur fest sig í sessi sem eft­ir­sótt­ur vett­vang­ur fyr­ir fjöl­breytt­ar sýn­ing­ar og um­sókn­um um sýn­ing­ar hef­ur fjölgað jafnt og þétt í ár­anna rás. Jafn­framt fjölg­ar sýn­ing­ar­gest­um og sýn­ing­ar hafa feng­ið aukna at­hygli frá öll­um helstu fjöl­miðl­um lands­ins.
Mik­il­vægt er að halda áfram að þróa starf­sem­ina og marka saln­um frek­ari sér­stöðu og hluti af því er nefna sal­inn sér­stæð­ara nafni. Því verð­ur nú efnt til nafna­sam­keppni um nýtt nafn á sal­inn í sam­keppni og er all­ir áhuga­sam­ir hvatt­ir til að senda inn til­lögu að nýju nafni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00