Listasalur Mosfellsbæjar fagnar 20 ára afmæli á næsta ári og af því tilefni fær hann upplyftingu og nýtt nafn.
Í tilefni þess verður efnt til nafnasamkeppni og eru öll áhugasöm hvött til að senda inn tillögu að nýju nafni á salinn.
Hægt er að senda inn tillögur til og með 10. ágúst.
Dómnefnd verður skipuð fulltrúum frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Mosfellsbæ og menningar- og lýðræðisnefnd.
Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, um 80 fm2 að stærð. Salurinn var vígður þegar Bókasafn Mosfellsbæjar flutti í núverandi húsnæði 5. febrúar 2005. Listasalurinn er opinn á afgreiðslutíma Bókasafnsins og er gengið inn í salinn úr safninu.
Á hverju ári eru settar upp um tíu myndlistarsýningar, jafnt reyndra listamanna og nýgræðinga á myndlistarsviðinu. Jafnframt er salurinn nýttur fyrir ýmsa viðburði svo sem tónleika, fyrirlestra og fundi. Listasalur Mosfellsbæjar hefur það að leiðarljósi að vera virkur samkomustaður fyrir Mosfellinga og aðra gesti, bjóða upp á fjölbreyttar sýningar listamanna og vinna þannig að framþróun myndlistar á Íslandi. Markmiðið er að sýningar í salnum veiti innsýn inn í fjölbreytileika samtímalistar, séu vandaðar og áhugaverðar fyrir Mosfellinga og aðra gesti salarins.
Við val á sýnendum er stuðst við markmið Listasalar Mosfellsbæjar að kynna Mosfellingum samtímamyndlist, bæði reyndari listamanna og þeirra sem eru að stíga fyrstu skrefin á listabrautinni. Áhersla er lögð á fjölbreytni í sýningarvali. Leitast er við að velja sýningar sem endurspegla sem flesta miðla og að verkin kynni ólíkar myndlistarstefnur og áherslur. Sýningar sem flokkast mættu sem hefðbundnar og aðgengilegar víðum hóp sýningargesta fá að standa hlið við hlið tilraunakenndari og framúrstefnulegri sýninga.
Listasalurinn hefur fest sig í sessi sem eftirsóttur vettvangur fyrir fjölbreyttar sýningar og umsóknum um sýningar hefur fjölgað jafnt og þétt í áranna rás. Jafnframt fjölgar sýningargestum og sýningar hafa fengið aukna athygli frá öllum helstu fjölmiðlum landsins.
Mikilvægt er að halda áfram að þróa starfsemina og marka salnum frekari sérstöðu og hluti af því er nefna salinn sérstæðara nafni. Því verður nú efnt til nafnasamkeppni um nýtt nafn á salinn í samkeppni og er allir áhugasamir hvattir til að senda inn tillögu að nýju nafni.
Tengt efni
Listamarkaður í desember 2024
Listasalur Mosfellsbæjar kallar eftir listafólki til að taka þátt í jólamarkaði 2024.
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2025 - Umsóknarfrestur til 8. júní 2024
Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2024.
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2025
Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2024.