Helgina 25. – 27. ágúst 2023 mun næturstrætó hefja akstur til Mosfellsbæjar á leið 106.
Framvegis verður næturstrætó í boði fyrir íbúa Mosfellsbæjar um helgar, það er aðfaranótt laugardags og sunnudags.
Mosfellsbær gerði samning við Strætó um þessa þjónustu fyrir íbúa Mosfellsbæjar og greiðir allan kostnað við aksturinn innan sveitarfélagsins. Fargjald í næturstrætó er tvöfalt almennt fargjald en handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín.
Leið 106 hefur hingað til endað akstur sinn í Grafarvogi á næturnar en mun nú halda inn í Mosfellsbæ og enda leið sína þar. Brottfarartímar breytast því og fer vagninn nú af stað frá Lækjartorgi B kl. 1:30, 2:35 og 3:40.
Tengt efni
Rafskútur Hopp komnar í Mosfellsbæ
Mosfellsbær og Hopp hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ.
Tilkynning vegna hjáleiðar Strætó á sumardaginn fyrsta
Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl fer skrúðganga frá Þverholti um Skeiðholt og Skólabraut.
Opnun á Vesturlandsvegi í gegnum Mosfellsbæ
Vesturlandsvegur (1) í gegnum Mosfellsbæ var vígður formlega fimmtudaginn 8. desember eftir endurbætur og breikkun. Með framkvæmdinni stóreykst umferðaröryggi í gegnum bæinn.