Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. maí 2019

Und­ir­ritað hef­ur ver­ið sam­komulag milli Mos­fells­bæj­ar, lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Neyð­ar­lín­unn­ar um kaup, upp­setn­ingu og rekst­ur á ör­ygg­is­mynda­véla­kerfi í Mos­fells­bæ.

Ör­ygg­is­mynda­véla­kerf­ið þjón­ar ein­göngu þörf­um lög­reglu og ann­arra neyð­ar­að­ila og fer um notk­un þess og að­g­ang að gögn­um úr kerf­inu sam­kvæmt regl­um lög­reglu og Per­sónu­vernd­ar.

Mos­fells­bær kaup­ir ör­ygg­is­mynda­vél­ar til upp­setn­ing­ar í Mos­fells­bæ, sér um upp­setn­ingu þeirra og er eig­andi þeirra. Mos­fells­bær merk­ir vél­arn­ar skil­merki­lega með við­vör­un­um um ra­f­ræna vökt­un til sam­ræm­is við lög um per­sónu­vernd.

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu út­veg­ar bún­að vegna mót­töku á merkj­um úr ör­ygg­is­mynda­vél­un­um, upp­töku­bún­að og ann­ast vörslu á upp­tök­um sam­kvæmt gild­andi regl­um og fyr­ir­mæl­um Per­sónu­vernd­ar. Lög­regl­an ann­ast vökt­un á mynd­efn­inu og tek­ur ákvörð­un um að­g­ang ann­arra neyð­ar­að­ila að mynd­efni í raun­tíma. Þá tek­ur lög­regl­an að sér að taka á móti öll­um beiðn­um um að­g­ang að mynd­efni og beiðn­um er varða rétt­indi hinna skráðu og af­greiða slík­ar beiðn­ir í sam­ræmi við lög um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga. Þá ákveð­ur lög­regl­an stað­setn­ingu mynda­vél­anna á hverj­um stað í sam­ráði við Mos­fells­bæ og Neyð­ar­lín­una.

Neyðalín­an ber ábyrgð á öll­um sam­skipt­um og samn­ing­um við eig­end­ur fast­eigna vegna upp­setn­ing­ar á mynda­vél­um á svæð­inu og eru samn­ing­ar um slíka að­stöðu gerð­ir í nafni Neyð­ar­lín­unn­ar.

Að und­an­förnu hef­ur upp­setn­ing á ör­ygg­is­mynda­vél­um við helstu að­komu­leið­ir inn­an sveit­ar­fé­laga auk­ist. Er það bæði vegna þess að inn­brot eru nú al­geng­ari og skipu­lagð­ari en áður en einn­ig vegna þess að nýr mynda­véla­bún­að­ar hef­ur leitt til þess að upp­lýs­ing­ar nýt­ast bet­ur en áður vegna auk­inna mynd­gæða svo nokk­uð sé nefnt.

Mik­il­vægt var tal­ið að leggja heild­stætt mat á hvar væri rétt að stað­setja slík­ar mynda­vél­ar í Mos­fells­bæ og var ráð­gjaf­ar­stof­unni Lotu, sem sér­hæf­ir sig í ör­ygg­is­mál­um, fal­ið að vinna til­lögu að stað­setn­ingu mynda­véla í Mos­fells­bæ. Á þeim grunni verð­ur verk­efn­inu áfanga­skipt m.t.t. mik­il­væg­is ein­stakra svæða.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00