Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær að lækka útsvarsprósentu úr 14,52% í 14,48%.
Ákvörðunin er tekin í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir því að lækka fasteignaskatt úr 0,265% í 0,253% og að vatnsgjald lækki einnig.
Lagt er til að álagningarhlutföll fasteignagjalda lækki til að koma til móts við þá auknu eignarmyndun sem átt hefur sér stað hjá íbúum með hækkun fasteignamats. Almennt er ekki gert ráð fyrir gjaldskrárhækkunum, t.a.m verða leikskólagjöld óbreytt annað árið í röð.
Fjárhagsleg staða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn góður. Í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir aukinni þjónustu til barnafjölskyldna en lækkun skatta og gjalda skilar sér til allra greiðenda í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið, sem sett er í sveitarstjórnarlögum, verði 105,8% af tekjum í lok næsta árs.
Seinni umræða fjárhagsáætlunar fer fram í bæjarstjórn Mosfellsbæjar 7. desember næstkomandi.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði