Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. nóvember 2016

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti í gær að lækka út­svars­pró­sentu úr 14,52% í 14,48%.

Ákvörð­un­in er tekin í tengsl­um við gerð fjár­hags­áætl­un­ar bæj­ar­ins. Í áætl­un­inni er einn­ig gert ráð fyr­ir því að lækka fast­eigna­skatt úr 0,265% í 0,253% og að vatns­gjald lækki einn­ig.

Lagt er til að álagn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­gjalda lækki til að koma til móts við þá auknu eign­ar­mynd­un sem átt hef­ur sér stað hjá íbú­um með hækk­un fast­eigna­mats. Al­mennt er ekki gert ráð fyr­ir gjald­skrár­hækk­un­um, t.a.m verða leik­skóla­gjöld óbreytt ann­að árið í röð.

Fjár­hags­leg staða Mos­fells­bæj­ar er traust og rekst­ur­inn góð­ur. Í fjár­hags­áætlun gert ráð fyr­ir auk­inni þjón­ustu til barna­fjöl­skyldna en lækk­un skatta og gjalda skil­ar sér til allra greið­enda í sveit­ar­fé­lag­inu. Gert er ráð fyr­ir að skulda­við­mið, sem sett er í sveit­ar­stjórn­ar­lög­um, verði 105,8% af tekj­um í lok næsta árs.

Seinni um­ræða fjár­hags­áætl­un­ar fer fram í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 7. des­em­ber næst­kom­andi.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00