Sigrún Þ. Geirsdótti hefur verið valin Mosfellingur ársins 2015.
Hún vann það þrekvirki á árinu 2015 að synda fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið. Sigrún synti 62,7 km á 22 klukkustundum og 34 mínútum. Þar af var hún sjóveik í sjö klukkustundir og kastaði upp eftir hverja matargjöf.
Sigrún hefur stundað sjósund undanfarin ár og hafði áður synt boðsund í tvígang yfir Ermarsundið sem varð kveikjan að því að hana langaði að gera þetta ein. Bakgrunnur Sigrúnar í íþróttum er enginn og lærði hún skriðsund fyrir þremur árum síðan. Þetta afrek hennar er því ótrúlegt.
„Þegar ég ákvað að fara í þetta sund átti ég ekki von á allri þessari athygli. Ég er nú frekar feimin og því er þetta bæði gaman og erfitt. Þetta var ótrúlegt ævintýri og ég er mjög stolt af sjálfri mér að hafa klárað sundið og ekki gefist upp þrátt fyrir mikið mótlæti á leiðinni,“ segir Sigrún við bæjarblaðið Mosfelling sem stendur árlega fyrir valinu á Mosfellingi ársins.
Tengt efni
Magnús Már valinn Mosfellingur ársins 2024 af bæjarblaðinu Mosfellingi
Bæjarblaðið Mosfellingur stendur nú fyrir valinu á Mosfellingi ársins í 20. sinn.
Dóri DNA Mosfellingur ársins 2023
Mosfellingur ársins 2023 er skemmtikrafturinn og höfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.
Halla Karen valin Mosfellingur ársins 2022
Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar.