Lið Mosfellsbæjar mætir liði Snæfellsbæjar í fyrstu umferð spurningakeppninnar Útsvars föstudaginn 24. september næstkomandi.
Í liðMosfellsbæjar eru Bjarki Bjarnason sagnfræðingur, KolfinnaBaldvinsdóttir sagnfræðingur og Sigurjón M. Egilsson ritstjóri.
Það verður gaman að sjá og fylgjast með liði Mosfellsbæjar takast á við spurningar Ólafs B. Guðnasonar sem mætir aftur til leiks sem spurningahöfundur og dómari. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir verða spyrlar sem fyrr.
Fyrsti þáttur vetrarins er á dagskrá næsta föstudag og því mun lið Mosfellsbæjar keppa í öðrum þætti vetrarins.
Mosfellsbær óskar þeim góðs gengis.
Tengt efni
Jólatréð fyrir Miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi