Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júní 2015

Nú er sum­ar­ið loks­ins kom­ið og grunn­skól­arn­ir um það bil að ljúka störf­um þenn­an vet­ur­inn.

Fyr­ir okk­ur í Vinnu­skól­an­um þýð­ir þetta að nú för­um við að taka á móti ung­menn­un­um okk­ar í vinnu við ýmis mik­il­væg verk­efni inn­an bæj­ar­mark­anna. Vinnu­skóli Mos­fells­bæj­ar hefst 11. júní og þá má gera ráð fyr­ir að sjá unga fólk­ið okk­ar á göt­um úti að hreinsa og snyrta bæ­inn okk­ar.

Mik­il­vægi Vinnu­skól­ans

Vinnu­skól­inn er vinnu­stað­ur, Vinnu­skól­inn er for­vörn og Vinnu­skól­inn er skóli. Mik­il­vægi hans er því óum­deilt og marg­þætt. Þar taka marg­ir sín fyrstu skref á vinnu­mark­aðn­um þar sem leit­ast er við að kenna með­al ann­ars ný vinnu­brögð, hvað það þýð­ir að vera í vinnu, mik­il­vægi þess að mæta á rétt­um tíma, að vinna með öðr­um, sýna öðr­um til­lits­semi og virð­ingu. Einn­ig hvaða rétt­indi og skyld­ur fylgja því að vera starfs­mað­ur fyr­ir­tæk­is. Sem launa­fólk læra þau á sín rétt­indi og skyld­ur, þau fá launa­seðla, þau fá sína kaffi­og mat­ar­tíma, sem oft þarf að taka úti und­ir ber­um himni, ekki í hlýrri kaffi­stofu eins og mörg okk­ar.

Vin­sam­lega haf­ið í huga, þeg­ar þið sjá­ið þau sitja sam­an í hóp að hlæja og skemmta sér að þá eru góð­ar lík­ur á að þau hafi unn­ið sér þann tíma inn með góðri vinnu, eða er jafn­vel eru þau í sín­um lög­bundna kaffi- eða mat­ar­tíma.

Fyr­ir stór­an hluta af starfs­mönn­um Vinnu­skól­ans er þetta fyrsta skipt­ið þeirra á vinnu­mark­að­in­um. Sýn­um þeim og störf­um þeirra virð­ingu og tök­um vel á móti þeim.
Bæj­ar­fé­lag­ið á þeim heil­mik­ið að þakka því að ekki bara fegra þau bæj­ar­fé­lag­ið með sinni glað­væru, skemmti­legu og lit­ríku til­veru held­ur hjálpa þau okk­ur að halda því hreinu, fal­legu og grænu og fyr­ir það ber að þakka.

Njót­ið sum­ars­ins.

F.h. starfs­manna Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar
Edda Dav­íðs­dótt­ir
Tóm­stunda­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00