Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. mars 2022

Í janú­ar unnu hönn­un­ar­stof­urn­ar Ark­form og ONNO tölvu­gert mynd­band af göt­unni að ósk Mos­fells­bæj­ar.

Mynd­band­ið sýn­ir hvernig ætla megi að mið­bær­inn muni líti út full­byggð­ur sam­kvæmt sam­þykkt­um áform­um og skipu­lagi.

Í mynd­band­inu gef­ur að líta óreist mann­virki, torg og garð­ur í sam­spili við þá upp­bygg­ingu sem þeg­ar hef­ur átt sér stað. Í upp­hafi mynd­bands­ins gef­ur bæði að líta út­lín­ur vinn­ingstil­lögu um kirkju og menn­ing­ar­mið­stöð en þau áform munu taka breyt­ing­um en einn­ig sést þar um­hverf­islista­verks sem menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd lagði til við bæj­ar­stjórn að yrði reist á Kjarna­torgi við ræt­ur mið­bæj­ar­ins. Bæj­ar­stjórn hef­ur sam­þykkti til­lögu nefnd­ar­inn­ar um smíði verks­ins sem hann­að var af Elísa­betu Hug­rúnu Georgs­dótt­ur, arki­tekt. Mun kenni­leit­ið vera sem hlið að mið­bæj­ar­götu Bjark­ar­holts.

Upp­bygg­ing á þó enn eft­ir að taka á sig mynd og nokk­ur hús hafa ekki ver­ið hönn­uð að fullu. Mynd­band­ið gef­ur mynd af ásýnd svæð­is­ins þó eitt­hvað geti tek­ið breyt­ing­um. Markmið er að gefa öll­um kost að kynna sér fyr­ir­hug­aða ímynd og upp­lif­un göt­unn­ar með skemmti­leg­um og að­gengi­leg­um hætti.

Í upp­hafi árs gerðu Mos­fells­bær og Mið­stöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs með sér samn­ing um að­komu mið­stöðv­ar­inn­ar að op­inni hug­mynda- og hönn­un­ar­sam­keppni sem sveit­ar­fé­lag­ið hugð­ist halda. Sam­keppn­in snéri að nýj­um upp­lif­un­ar- og mið­bæj­argarði í hjarta byggð­ar­inn­ar við Bjark­ar­holt. Keppn­in var ætluð öll­um til þátt­töku, fag­fólki, hönn­uð­um og arki­tekt­um í sam­starfi við aðra fræði- og fag­hópa og var sér­stak­lega hvatt til þverfag­legr­ar nálg­un­ar. Upp­bygg­ing hef­ur ver­ið mik­il í mið­bæn­um á und­an­förn­um árum og fer henni brátt að ljúka. Garð­ur­inn verð­ur án­ing­ar­stað­ur bæj­ar­ins ætl­að­ir bæði íbú­um og öll­um gest­um svæð­is­ins. Markmið hans verð­ur að auka mann­líf og græna ásýnd göt­unn­ar í heild.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00