Í janúar unnu hönnunarstofurnar Arkform og ONNO tölvugert myndband af götunni að ósk Mosfellsbæjar.
Myndbandið sýnir hvernig ætla megi að miðbærinn muni líti út fullbyggður samkvæmt samþykktum áformum og skipulagi.
Í myndbandinu gefur að líta óreist mannvirki, torg og garður í samspili við þá uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað. Í upphafi myndbandsins gefur bæði að líta útlínur vinningstillögu um kirkju og menningarmiðstöð en þau áform munu taka breytingum en einnig sést þar umhverfislistaverks sem menningar- og nýsköpunarnefnd lagði til við bæjarstjórn að yrði reist á Kjarnatorgi við rætur miðbæjarins. Bæjarstjórn hefur samþykkti tillögu nefndarinnar um smíði verksins sem hannað var af Elísabetu Hugrúnu Georgsdóttur, arkitekt. Mun kennileitið vera sem hlið að miðbæjargötu Bjarkarholts.
Uppbygging á þó enn eftir að taka á sig mynd og nokkur hús hafa ekki verið hönnuð að fullu. Myndbandið gefur mynd af ásýnd svæðisins þó eitthvað geti tekið breytingum. Markmið er að gefa öllum kost að kynna sér fyrirhugaða ímynd og upplifun götunnar með skemmtilegum og aðgengilegum hætti.
Í upphafi árs gerðu Mosfellsbær og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs með sér samning um aðkomu miðstöðvarinnar að opinni hugmynda- og hönnunarsamkeppni sem sveitarfélagið hugðist halda. Samkeppnin snéri að nýjum upplifunar- og miðbæjargarði í hjarta byggðarinnar við Bjarkarholt. Keppnin var ætluð öllum til þátttöku, fagfólki, hönnuðum og arkitektum í samstarfi við aðra fræði- og faghópa og var sérstaklega hvatt til þverfaglegrar nálgunar. Uppbygging hefur verið mikil í miðbænum á undanförnum árum og fer henni brátt að ljúka. Garðurinn verður áningarstaður bæjarins ætlaðir bæði íbúum og öllum gestum svæðisins. Markmið hans verður að auka mannlíf og græna ásýnd götunnar í heild.
Tengt efni
Jólatréð fyrir Miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi