Laugardaginn 6. október býður Mosfellsbær íbúum í fræðsluferð um bæjarfélagið.
Ferðin verður með léttu yfirbragði og sambland af smákeppni og sögulegum fróðleik. Veitt verða verðlaun fyrir besta árangurinn. Lagt af stað með rútu frá Hlégarði kl. 13:00 og komið heim um kl. 15:00.
Tilvalin fjölskylduferð fyrir Mosfellinga, nýflutta jafnt sem rótgróna. Ókeypis er í ferðina og fararstjóri er Bjarki Bjarnason.
– Menningarsvið Mosfellsbæjar
Tengt efni
Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorgi 2. desember 2023
Tendrun ljósanna á jólatrénu á Miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum.
Jólatré fyrir Miðbæjartorgið sótt í Hamrahlíðarskóg
Þriðja árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.