Laugardaginn 6. október býður Mosfellsbær íbúum í fræðsluferð um bæjarfélagið.
Ferðin verður með léttu yfirbragði og sambland af smákeppni og sögulegum fróðleik. Veitt verða verðlaun fyrir besta árangurinn. Lagt af stað með rútu frá Hlégarði kl. 13:00 og komið heim um kl. 15:00.
Tilvalin fjölskylduferð fyrir Mosfellinga, nýflutta jafnt sem rótgróna. Ókeypis er í ferðina og fararstjóri er Bjarki Bjarnason.
– Menningarsvið Mosfellsbæjar
Tengt efni
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi
Sannkölluð jólagleði við tendrun jólatrés
Jólatréð á miðbæjartorgi var tendrað síðastliðinn laugardag að viðstöddum fjölda íbúa sem létu sig ekki vanta frekar en fyrri ár.