Viðfangsefni næsta opna húss Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar er mataræði og geðheilsa og verður það haldið miðvikudaginn 27. janúar næstkomandi kl. 20:00.
Vigdís Steinþórsdóttir hjúkrunarfræðingur heldur erindi og fjallar í því um mataræði og hvernig það getur haft áhrif á geðheilsu okkar og hversu mikilvægur meltingarvegurinn er heilsu okkar. Tilvitnanir eru í breskan lækni Dr. Natasha Campbell-McBride sem skrifaði bókina Meltingarvegurinn og geðheilsan.
Að þessu sinni verður opna húsið á Bókasafninu en gengið inn frá Listasal Mosfellsbæjar.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Heitt á könnunni.