Föstudaginn 22. september verður haldið málþing um vistvænar samgöngur, Hjólum til framtíðar, í Hafnarfirði.
Málþingið er haldið í Bæjarbíói í Hafnarfirði og stendur frá kl. 10:00 – 16:00, og er samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Landsamtaka hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi. Yfirskriftin í ár er Ánægja og öryggi. Fjölbreytt úrval innlendra og erlendra fyrirlesara.
Ókeypis í strætó á bíllausa daginn
Bíllausi dagurinn er haldinn 22. september ár hvert í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni. Strætó bs. mun bjóða frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni dagsins og með því hvetja til aukinnar notkunar á vistvænum samgöngum. Íbúar í Mosfellsbæ eru hvattir til þess að skilja bílinn sinn eftir heima þennan dag og nýta sér aðra vistvænni samgöngumáta.
Tengt efni
Tilkynning vegna hjáleiðar Strætó á sumardaginn fyrsta
Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl fer skrúðganga frá Þverholti um Skeiðholt og Skólabraut.
Opnun á Vesturlandsvegi í gegnum Mosfellsbæ
Vesturlandsvegur (1) í gegnum Mosfellsbæ var vígður formlega fimmtudaginn 8. desember eftir endurbætur og breikkun. Með framkvæmdinni stóreykst umferðaröryggi í gegnum bæinn.
Tilkynning frá Vegagerðinni: Hámarkshraði á Hafravatnsvegi lækkaður í 60 km/klst
Tekin hefur verið ákvörðun um að lækka hámarkshraða á Hafravatnsvegi (vegur 431-01) í 60 km/klst.