Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. júlí 2021

Í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar stend­ur nú yfir sýn­ing­in vatna­ver­an mín eft­ir lista­hóp­inn SÚL_VAD.

Í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar stend­ur nú yfir sýn­ing­in vatna­ver­an mín eft­ir lista­hóp­inn SÚL_VAD. Vegna óvið­ráð­an­legra or­saka mun sýn­ing­unni ljúka kl. 16:00 föstu­dag­inn 23. júlí í stað 30. júlí eins og aug­lýst var. Við biðj­umst vel­virð­ing­ar á þessu og hvetj­um fólk sem hafði hug á að skoða sýn­ing­una í næstu viku til að mæta í þess­ari viku í stað­inn.

SÚL_VAD skipa mynd­list­ar­kon­an Ás­dís Birna Gylfa­dótt­ir og tón­skáld­ið Ragn­heið­ur Erla Björns­dótt­ir. Í vatna­ver­an mín rann­sak­ar SÚL_VAD áhrif manns­ins á um­hverfi sitt og meng­un sjáv­ar. Í mynd­ræna hluta verks­ins not­ast Ás­dís Birna við lík­amann sem mynd­lík­ingu fyr­ir sjálfið þar sem hreyf­ing­ar og efn­is­val spila stór­an þátt. Hljóð­ver­öld verks­ins er tón­verk í fimm hlut­um fyr­ir þverf­lautu, rödd og raf­hljóð sam­ið af Ragn­heiði Erlu. Bún­inga gerði Arna Lísa Trausta­dótt­ir fata­hönn­uð­ur og um upp­tök­ur sáu Víð­ir Björns­son ljós­mynd­ari og Ás­dís Birna.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00