Í Listasal Mosfellsbæjar stendur nú yfir sýningin vatnaveran mín eftir listahópinn SÚL_VAD.
Í Listasal Mosfellsbæjar stendur nú yfir sýningin vatnaveran mín eftir listahópinn SÚL_VAD. Vegna óviðráðanlegra orsaka mun sýningunni ljúka kl. 16:00 föstudaginn 23. júlí í stað 30. júlí eins og auglýst var. Við biðjumst velvirðingar á þessu og hvetjum fólk sem hafði hug á að skoða sýninguna í næstu viku til að mæta í þessari viku í staðinn.
SÚL_VAD skipa myndlistarkonan Ásdís Birna Gylfadóttir og tónskáldið Ragnheiður Erla Björnsdóttir. Í vatnaveran mín rannsakar SÚL_VAD áhrif mannsins á umhverfi sitt og mengun sjávar. Í myndræna hluta verksins notast Ásdís Birna við líkamann sem myndlíkingu fyrir sjálfið þar sem hreyfingar og efnisval spila stóran þátt. Hljóðveröld verksins er tónverk í fimm hlutum fyrir þverflautu, rödd og rafhljóð samið af Ragnheiði Erlu. Búninga gerði Arna Lísa Traustadóttir fatahönnuður og um upptökur sáu Víðir Björnsson ljósmyndari og Ásdís Birna.
Tengt efni
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2026
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar
Listamarkaður í desember 2024
Listasalur Mosfellsbæjar kallar eftir listafólki til að taka þátt í jólamarkaði 2024.