JÖKULL – JÖKULL, sýning Steinunnar Marteinsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar, lýkur laugardaginn 13. mars.
Sýningin er haldin í tilefni af 85 ára afmæli Steinunnar og er þetta yfirlitssýning af jöklamyndum sem listakonan málaði á árunum 1986-2019.
Jökullinn, ekki síst Snæfellsjökull, hefur lengi verið sterkt þema í verkum Steinunnar. Í sýningarskrá stendur að jökullinn sé Steinunni einskonar aflvaki og kjölfesta í listsköpun; tákn um þrá, ákall og markmið.
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Hann er opinn kl. 12:00 – 18:00 á virkum dögum og kl. 12:00 – 16:00 á laugardögum.
Steinunn Marteinsdóttir
Tengt efni
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar
Listamarkaður í desember 2024
Listasalur Mosfellsbæjar kallar eftir listafólki til að taka þátt í jólamarkaði 2024.
Nafnasamkeppni Listasalar Mosfellsbæjar