Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. desember 2014

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2015 ásamt þriggja ára áætlun.

Gert er ráð fyr­ir já­kvæðri rekstr­arnið­ur­stöðu sam­stæð­unn­ar sem nem­ur um 35 mkr. Áætl­að­ar tekj­ur eru 8.046 mkr. Veltufé frá rekstri er um 9,5%.

Í fjár­hags­áætl­un­inni fyr­ir árið 2015 er gert ráð fyr­ir óbreytt­um leik­skóla­gjöld­um og hækk­un á frí­stunda­á­vís­un um 10%. Auk þess var sam­þykkt að koma á systkina­teng­ingu sem nið­ur­greið­ir enn frek­ar frí­stund­ir hjá barn­mörg­um fjöl­skyld­um. Einn­ig var sam­þykkt að hækka nið­ur­greiðsl­ur vegna dval­ar í sjálf­stætt rekn­um leik­skól­um.

Bæj­ar­stjórn sam­þykkti að tekju­við­mið tekju­lágra elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega til út­reikn­ings á af­slætti fast­eigna­gjalda verði breytt. Breyt­ing­in fel­ur í sér rýmk­un á tekju­við­mið­um þann­ig að fleiri úr þeim hópi njóta af­slátt­ar af fast­eigna­gjöld­um.

Gjald­skrár­breyt­ing­ar

Frá og með 1. janú­ar 2015 taka gildi nýj­ar gjald­skrár skv. sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar 3. des­em­ber sl. Gjöld hækka um 3,4% en þau hafa hald­ist óbreytt á yf­ir­stand­andi ári og er hækk­un­in því sú fyrsta á tveggja ára tíma­bili. Sam­kvæmt sam­þykkt­inni verða leik­skóla­gjöld þó áfram óbreytt. Breyt­ing­arn­ar ná með­al ann­ars til gjalda vegna mötu­neyt­is í skól­um og vist­un í frí­stunda­selj­um.

Vakin er at­hygli á því að breyt­ing­ar á áskrift­um þarf að til­kynna fyr­ir 20. des­em­ber ef þær eiga að taka gildi í janú­ar. Breyt­ing­ar skulu til­kynnt­ar á þjón­ustugátt.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00