Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. maí 2023

Mos­fells­bær aug­lýs­ir eft­ir stjórn­end­um sem búa yfir fag­leg­um metn­aði, frum­kvæði og seiglu til þess að gera gott sam­fé­lag enn betra.

Í boði er vinnu­stað­ur með frá­bær­um sam­starfs­fé­lög­um í sveit­ar­fé­lagi með ríka sögu, menn­ingu og ein­staka nátt­úru.


Sviðs­stjóri mannauðs og starfs­um­hverf­is

Við leit­um að fram­sækn­um leið­toga til að bera ábyrgð á mannauðs­mál­um sveit­ar­fé­lags­ins og skapa já­kvæða og upp­byggi­lega vinnu­stað­ar­menn­ingu.

Sviðs­stjóri heyr­ir beint und­ir bæj­ar­stjóra.


Skrif­stofu­stjóri um­bóta og þró­un­ar

Við leit­um að fram­sýn­um leið­toga til að leiða um­bóta- og þró­un­ar­verk­efni og hafa for­ystu um þró­un ár­ang­urs­mats og mæl­inga.

Skrif­stofu­stjóri heyr­ir beint und­ir bæj­ar­stjóra.


Leið­togi um­hverf­is og fram­kvæmda

Við leit­um að stjórn­anda til að koma að mót­un og fram­fylgd stefnu­mörk­un­ar í um­hverf­is- og fram­kvæmda­mál­um.

Við­kom­andi ber einnig ábyrgð á um­hverf­is- og fram­kvæmda­áætl­un­um sveit­ar­fé­lags­ins.


Leið­togi Mos­fellsveitna

Við leit­um að stjórn­anda til að bera ábyrgð á rekstri hita-, vatns- og frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins ásamt því að hafa um­sjón með skipu­lagn­ingu nýfram­kvæmda og vinnu starfs­fólks og verk­taka.


Leið­togi mála­flokks fatl­aðs fólks

Við leit­um að stjórn­anda með brenn­andi áhuga á mál­efn­um fatl­aðs fólks til að stýra fag­legri þjón­ustu, þverfag­legu sam­starfi og efl­ingu mála­flokks­ins.

Við­kom­andi stuðl­ar einnig að fram­sækni og nýj­ung­um og ber fjár­hags­lega og fag­lega ábyrgð á rekstr­in­um.


Leið­togi mál­efna leik­skóla

Við leit­um að fag­leg­um stjórn­anda til að bera ábyrgð á og hafa um­sjón og eft­ir­lit með leik­skóla­starfi í Mos­fells­bæ og veita leik­skól­un­um ráð­gjöf og stuðn­ing við fram­kvæmd skóla­halds.


Leið­togi mál­efna grunn­skóla

Við leit­um að fag­leg­um stjórn­anda til að bera ábyrgð á og hafa um­sjón og eft­ir­lit með grunn­skóla­starfi í Mos­fells­bæ og veita grunn­skól­un­um ráð­gjöf og stuðn­ing við fram­kvæmd skóla­halds.


Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 16. júní 2023.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um störf­in er að finna á in­tell­ecta.is.

Mos­fells­bær legg­ur áherslu á jafn­rétti og hvet­ur öll áhuga­söm til að sækja um starf­ið, óháð kyni, fötl­un eða menn­ing­ar­leg­um bak­grunni.

Tengt efni

  • Nýtt skipu­rit hjá Mos­fells­bæ tek­ur gildi í dag

    Í dag, 1. sept­em­ber 2023, tek­ur nýtt skipu­rit gildi hjá Mos­fells­bæ.

  • Starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ing­ar veitt­ar á há­tíð­ar­dag­skrá

    Á há­tíð­ar­dag­skrá sem var hald­in í Hlé­garði í gær, í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð­ina Í tún­inu heima fengu fimm starfs­menn Mos­fells­bæj­ar starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ingu.

  • Nýir stjórn­end­ur til Mos­fells­bæj­ar

    Á fundi bæj­ar­ráðs í dag þann 20. júlí var sam­þykkt ráðn­ing skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is. Þá var sam­þykkt ráðn­ing leik­skóla­stjóra á leik­skól­an­um Hlíð. Að auki voru kynnt­ar ráðn­ing­ar fimm nýrra stjórn­enda á vel­ferð­ar­sviði, um­hverf­is­sviði og fræðslu- og frí­stunda­sviði.