Mosfellsbær auglýsir eftir stjórnendum sem búa yfir faglegum metnaði, frumkvæði og seiglu til þess að gera gott samfélag enn betra.
Í boði er vinnustaður með frábærum samstarfsfélögum í sveitarfélagi með ríka sögu, menningu og einstaka náttúru.
Sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfis
Við leitum að framsæknum leiðtoga til að bera ábyrgð á mannauðsmálum sveitarfélagsins og skapa jákvæða og uppbyggilega vinnustaðarmenningu.
Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra.
Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Við leitum að framsýnum leiðtoga til að leiða umbóta- og þróunarverkefni og hafa forystu um þróun árangursmats og mælinga.
Skrifstofustjóri heyrir beint undir bæjarstjóra.
Leiðtogi umhverfis og framkvæmda
Við leitum að stjórnanda til að koma að mótun og framfylgd stefnumörkunar í umhverfis- og framkvæmdamálum.
Viðkomandi ber einnig ábyrgð á umhverfis- og framkvæmdaáætlunum sveitarfélagsins.
Leiðtogi Mosfellsveitna
Við leitum að stjórnanda til að bera ábyrgð á rekstri hita-, vatns- og fráveitu sveitarfélagsins ásamt því að hafa umsjón með skipulagningu nýframkvæmda og vinnu starfsfólks og verktaka.
Leiðtogi málaflokks fatlaðs fólks
Við leitum að stjórnanda með brennandi áhuga á málefnum fatlaðs fólks til að stýra faglegri þjónustu, þverfaglegu samstarfi og eflingu málaflokksins.
Viðkomandi stuðlar einnig að framsækni og nýjungum og ber fjárhagslega og faglega ábyrgð á rekstrinum.
Leiðtogi málefna leikskóla
Við leitum að faglegum stjórnanda til að bera ábyrgð á og hafa umsjón og eftirlit með leikskólastarfi í Mosfellsbæ og veita leikskólunum ráðgjöf og stuðning við framkvæmd skólahalds.
Leiðtogi málefna grunnskóla
Við leitum að faglegum stjórnanda til að bera ábyrgð á og hafa umsjón og eftirlit með grunnskólastarfi í Mosfellsbæ og veita grunnskólunum ráðgjöf og stuðning við framkvæmd skólahalds.
Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2023.
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á intellecta.is.
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.
Tengt efni
Nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ tekur gildi í dag
Í dag, 1. september 2023, tekur nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ.
Starfsaldursviðurkenningar veittar á hátíðardagskrá
Á hátíðardagskrá sem var haldin í Hlégarði í gær, í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima fengu fimm starfsmenn Mosfellsbæjar starfsaldursviðurkenningu.
Nýir stjórnendur til Mosfellsbæjar
Á fundi bæjarráðs í dag þann 20. júlí var samþykkt ráðning skrifstofustjóra umbóta og þróunar og sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis. Þá var samþykkt ráðning leikskólastjóra á leikskólanum Hlíð. Að auki voru kynntar ráðningar fimm nýrra stjórnenda á velferðarsviði, umhverfissviði og fræðslu- og frístundasviði.