Mosfellsbær auglýsir eftir stjórnendum sem búa yfir faglegum metnaði, frumkvæði og seiglu til þess að gera gott samfélag enn betra.
Í boði er vinnustaður með frábærum samstarfsfélögum í sveitarfélagi með ríka sögu, menningu og einstaka náttúru.
Sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfis
Við leitum að framsæknum leiðtoga til að bera ábyrgð á mannauðsmálum sveitarfélagsins og skapa jákvæða og uppbyggilega vinnustaðarmenningu.
Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra.
Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Við leitum að framsýnum leiðtoga til að leiða umbóta- og þróunarverkefni og hafa forystu um þróun árangursmats og mælinga.
Skrifstofustjóri heyrir beint undir bæjarstjóra.
Leiðtogi umhverfis og framkvæmda
Við leitum að stjórnanda til að koma að mótun og framfylgd stefnumörkunar í umhverfis- og framkvæmdamálum.
Viðkomandi ber einnig ábyrgð á umhverfis- og framkvæmdaáætlunum sveitarfélagsins.
Leiðtogi Mosfellsveitna
Við leitum að stjórnanda til að bera ábyrgð á rekstri hita-, vatns- og fráveitu sveitarfélagsins ásamt því að hafa umsjón með skipulagningu nýframkvæmda og vinnu starfsfólks og verktaka.
Leiðtogi málaflokks fatlaðs fólks
Við leitum að stjórnanda með brennandi áhuga á málefnum fatlaðs fólks til að stýra faglegri þjónustu, þverfaglegu samstarfi og eflingu málaflokksins.
Viðkomandi stuðlar einnig að framsækni og nýjungum og ber fjárhagslega og faglega ábyrgð á rekstrinum.
Leiðtogi málefna leikskóla
Við leitum að faglegum stjórnanda til að bera ábyrgð á og hafa umsjón og eftirlit með leikskólastarfi í Mosfellsbæ og veita leikskólunum ráðgjöf og stuðning við framkvæmd skólahalds.
Leiðtogi málefna grunnskóla
Við leitum að faglegum stjórnanda til að bera ábyrgð á og hafa umsjón og eftirlit með grunnskólastarfi í Mosfellsbæ og veita grunnskólunum ráðgjöf og stuðning við framkvæmd skólahalds.
Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2023.
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á intellecta.is.
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði