Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. október 2023

Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands í sam­starfi við Sund­sam­band Ís­lands stend­ur fyr­ir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóv­em­ber 2023.

Synd­um er heilsu- og hvatn­ingar­átak sem er öll­um lands­mönn­um opið. Mark­mið­ið með Synd­um er að hvetja al­menn­ing til þess að hreyfa sig oft­ar og meira í sínu dag­lega lífi og nýta sund­ið og þær flottu sund­laug­ar sem er að finna um land allt.

Átak­ið var form­lega sett á lagg­irn­ar fyr­ir tveim­ur árum og hef­ur þátt­tak­an ver­ið gríð­ar­lega góð. Á síð­asta ári syntu lands­menn 10,2 hringi í kring­um land­ið eða 13.550 km í 71 sund­laug. Það væri gam­an að sjá við­líka þátt­töku í ár eða jafn­vel enn meiri.

Synd­um – Landsátak í sundi, er fram­hald af Íþrótta­viku Evr­ópu. Markmið Íþrótta­viku Evr­ópu er að kynna íþrótt­ir og al­menna hreyf­ingu um alla Evr­ópu og sporna þann­ig við auknu hreyf­ing­ar­leysi með­al al­menn­ings.

Ís­lend­ing­ar hafa ver­ið dug­leg­ir að stunda sund enda búum við vel að góð­um sund­laug­um um allt land. Sund er fyr­ir alla, óháð aldri, bak­grunni eða lík­am­legu ástandi og er til­valin þjálf­un­ar­að­ferð til að styrkja hjarta- og æða­kerf­ið, lungu og vöðva lík­amans en er einn­ig frá­bær og skemmti­leg tóm­stunda­iðja sem öll fjöl­skyld­an get­ur stundað sam­an.

Synd­um sam­an í kring­um Ís­land. All­ir skráð­ir sund­metr­ar safn­ast sam­an og verða sýni­leg­ir á for­síðu synd­um.is. Þar verð­ur einn­ig hægt að sjá hversu marga hringi lands­menn hafa synt í kring­um Ís­land. Á síð­unni má jafn­framt finna skemmti­leg­an fróð­leik og upp­lýs­ing­ar um all­ar sund­laug­ar lands­ins.

Taktu þátt

Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á synd­um.is og fara í Mín­ar skrán­ing­ar. Ein­falt er að velja sér not­end­anafn og lyk­il­orð og skrá synta metra.

Þau sem eiga not­end­anafn úr Lífs­hlaup­inu eða Hjólað í vinn­una geta notað það til að skrá sig inn. Þau sem skrá sig og taka þátt eiga mögu­leika á að verða dreg­in út og vinna veg­lega vinn­inga.

Skrán­ing­in verð­ur virk 1. nóv­em­ber.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00