Vegna viðgerða eru rennibrautir Lágafellslaugar lokaðar frá deginum í dag og er gert ráð fyrir að þær verði lokaðar til 13. maí næstkomandi. Viðgerðirnar eru háðar veðri og því geta verklok tafist eitthvað en upplýsingar þess efnis verða birtar við fyrsta tækifæri á vef og samfélagsmiðlum Mosfellsbæjar.