Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. febrúar 2018

Föstu­dag­inn 16. fe­brú­ar kl. 16 – 18 opn­ar Sæ­unn Þor­steins­dótt­ir einka­sýn­ingu sem ber heit­ið Land­brot í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar.

Sæ­unn fædd­ist í Reykja­vík í mars 1967. Hún er Mos­fell­ing­ur í móð­urætt og höf­uð­borg­ari í föð­urætt og hef­ur síð­ustu níu árin búið í Mið­dal í Mos­fells­sveit.

Sæ­unn út­skrif­að­ist úr tex­tíl­deild Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands vor­ið 1993 með málun og teikn­ingu sem val­fög og hef­ur ver­ið við­loð­andi mynd­list síð­an.

Á þess­ari fimmtu einka­sýn­ingu sinni mun Sæ­unn að­al­lega sýna lág­mynd­ir unn­ar úr landa­kort­um. Um vinnu­ferl­ið seg­ir Sæ­unn: „Ég hand­leik hvern korta­bút, slétta og brýt, staldra við nöfn og staði, kræki sam­an papp­írs­bút­um, lími eða sauma svo úr verð­ur nýtt lands­lag. Ég reyni að gera ekki upp á milli lands­hluta og leyfi af­skekkt­um annesj­um, eyð­isveit­um, malarflák­um og firn­ind­um að njóta sín til jafns við Þing­velli og fjalla­drottn­ing­ar.“

Sýn­ing­in Land­brot stend­ur út 23. mars, að­gang­ur er ókeyp­is og öll vel­komin.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00