Kynningar á barnaverndarlögum í skólum og leikskólum Mosfellsbæjar er liður í stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2017.
Nýverið hélt starfsfólk barnaverndar- og ráðgjafardeildar hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, kynningu fyrir allt starfsfólk Lágafellsskóla. Krikaskóli fékk slíka kynningu fyrir allt starfsfólk á síðasta ári.
Markmið með kynningum sem þessum, er að uppfræða starfsfólk skóla og leikskóla um tilkynningarskyldu þeirra sem starfa með börnum og meðferð barnaverndarmála. Einnig gefst tækifæri á að varpa fram spurningum til starfsfólks barnaverndar- og ráðgjafardeildar, og koma á ábendingum framfæri.
Tengt efni
Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ
Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Lágafellsskóla fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00.
Nemendur úr skólum Mosfellsbæjar í verðlaunasætum í stærðfræðikeppni grunnskólanna
Hópur nemenda úr Kvíslarskóla og Lágafellsskóla tók þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanna sem haldin var í Borgarholtsskóla.
Afmælishátíð Lágafellsskóla 2022
20 ára afmæli Lágafellsskóla var haldið með pompi og pragt þriðjudaginn 29. nóvember sl.