Afturelding tók sl. haust upp á þeirri nýjung að halda kvöldvöku fyrir félagsmenn og aðra Mosfellinga.
Næsta kvöldvaka verður haldin í kvöld, fimmtudaginn 14. janúar kl. 20:00 í hátíðarsal Lágafellsskóla.
Bæjarbúar eru hvattir til þess að mæta og upplifa frábæra skemmtun í anda félagsins. Fjöldi skemmtiatriða verður á boðstólum s.s. söngur, dans og sögur.
Sjáumst hress!
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.