Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa fyrir því og konur og kvár sem það geta leggja niður störf. Mosfellsbær tekur undir meginmarkmið þessa baráttudags um að hefðbundin kvennastörf skuli metin að verðleikum, jafnt launuð sem og ólaunuð. Þess má geta að Mosfellsbær hefur innleitt jafnlaunastefnu og fengið jafnlaunavottun og ber að greiða jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni og öðrum þáttum.
Viðbúið er að verkfallið hafi áhrif á þjónustu á vegum bæjarins, en þjónusta sem snýr að velferð og öryggi fólks verður tryggð.
- Stjórnendur grunnskóla, leikskóla, frístundar og tónlistarskóla miðla upplýsingum til hluteigandi um fyrirkomulag á hverjum stað fyrir sig.
- Bóksafn Mosfellsbæjar verður eingöngu opið fyrir sjálfsafgreiðslu.
- Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar verða opnar. Íþróttafélög miðla sjálf upplýsingum varðandi æfingar þennan dag.
Þess má geta að hlutfall kvenna og kvár meðal starfsfólks hjá Mosfellsbæ er um 75%. Mosfellsbær gerir allt til þess að konur og kvár sem þess óska geti tekið þátt í kvennaverkfalli í samráði við sína stjórnendur.
Tengt efni
Eldhúsið á Reykjakoti endurnýjað
Í síðustu viku var undirritaður samningur á milli Mosfellsbæjar og fyrirtækisins Mineral ehf um endurnýjun á húsnæði eldhúss leikskólans Reykjakots.
Upplýst samfélag - Alþjóðadagur fatlaðs fólks 3. desember
Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu.
Hinsegin fræðsla fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu
Starfsfólki bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar var boðið upp á erindi frá Samtökunum ’78 sem bar yfirskriftina Hinsegin 101.