Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. janúar 2010

Kven­fé­lag Lága­fells­sókn­ar fagn­aði 100 ára af­mæli sínu þann 26. des­em­ber síð­ast­lið­inn.

Kven­fé­lag Lága­fells­sókn­ar fagn­ar þeim merkisvið­burði nú um stund­ir að hafa ver­ið starf­andi í heila öld. Ann­an dag jóla árið 1909, klukk­an tólf á há­degi var stofn­fund­ur Kven­fé­lags Kjal­ar­nes­hrepps (síð­ar breytt í Kven­fé­lag Lága­fells­sókn­ar) hald­inn á Völl­um á Kjal­ar­nesi, stofn­end­ur voru 11 kon­ur. Fyrsti formað­ur fé­lags­ins var Guð­rún Jós­efs­dótt­ir frá Völl­um. Sam­þykkt  var á fyrsta fundi að fé­lag­ið skyldi vinna að því að styðja og styrkja fá­tæka.

Mos­fell­ing­ar fyrr og nú hafa not­ið góðs af öllu því góða starfi sem­kven­fé­lag­ið hef­ur innt af hendi og má til sanns veg­ar færa að fé­lag­ið­hafi lagt grunn að því sam­fé­lagi sem við búum nú í. Það hélt út öfl­ugu­starfi á sviði fé­lags­þjón­ustu, fræðslu og menn­ing­ar og var í raun, ásamt ung­menna­fé­lag­inu, kjöl­fest­an í fé­lags­lífi Mos­fell­inga fram eft­ir 20. öld­inni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00