Í Samgönguvikunni er vert að vekja athygli á korterskortinu sem sýnir vegalengdir sem hægt er að komast á 5 – 30 mínútum innan sveitarfélagsins sem og á höfuðborgarsvæðinu öllu, hvort sem er gangandi eða hjólandi.
KortEr er tæknilausn utan um alþjóðlega hugmyndafræði sem snýst um að allir íbúar geti fullnægt flestum þörfum sínum í stuttri göngu- eða hjólaferð frá heimili sínu. Verkefnið samanstendur af vef, appi og prentuðu korti.
- Gangandi: Þegar gangandi er valið birtist það svæði sem er innan 15 mínútna göngufæris viðkomandi.
- Hjólandi: Þegar hjólið er valið birtist það svæði sem er innan 15 mínútna hjólafæris viðkomandi.
- Strætó og þjónusta: Þegar hakað er við strætó eða þjónustu birtast á kortinu þær strætóleiðir og sú þjónusta sem er á viðkomandi stað.
- Stika: Hægt er að draga stikuna til frá 0–30 mínútna og um leið breytist það svæði sem sýnt er á kortinu.
Verkefnið er samstarfsverkefni Vistorku, Orkuseturs, Reykjavíkurborgar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.