Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. maí 2020

Markmið Klöru­sjóðs er að stuðla að fram­þró­un á skóla- og frí­stund­astarfi í Mos­fells­bæ.

Sjóð­ur­inn er ætl­að­ur til að styrkja verk­efni sem unn­in eru í ein­stök­um skóla eða í sam­starfi á milli skóla. Sam­kvæmt regl­um sjóðs­ins er út­hlutað einu sinni á ári en vegna áhrifa sam­komu­banns á skólast­arf und­an­far­ana vik­ur hef­ur um­sókn­ar­fresti ver­ið breytt þetta árið.

Fram­lag til sjóðs­ins árið 2020 eru tvær millj­ón­ir og í ár er áhersl­an lögð á verk­efni á sviði upp­lýs­inga- og tækni­mála. Hægt er að sækja um í sjóð­inn á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar til 28. maí.

All­ar upp­lýs­ing­ar um regl­ur Klöru­sjóðs má finna á vef Mos­fells­bæj­ar.

Nafn sjóðs­ins er Klöru­sjóð­ur, til heið­urs Klöru Klængs­dótt­ur (1920-2011). Klara út­skrif­að­ist frá Kenn­ara­skóla Ís­lands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brú­ar­lands­skóla. Hún starf­aði alla sína starfsævi sem kenn­ari í Mos­fells­bæ.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00