Nú á aðventunni selja félagar í Kiwanisklúbbnum Mosfelli sælgæti hér í Mosfellsbæ til styrktar sumarstarfs Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.
Kjörorð Kiwanis er hjálpum börnum heimsins. Með það að leiðarljósi hefur sumar- og vetrarstarf fyrir fötluð börn í Reykjadal verið frá upphafi aðalstyrkþegi Kiwanisklúbbsins Mosfells, ýmist með beinum fjárstyrkjum eða gjöfum á tækjum og smáhýsum. Fyrir tveimur árum máluðu félagarnir í Mosfelli elstu húsin í Reykjadal að utan.
Eins og undanfarin ár nýtur klúbburinn aðstoðar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar við söluna sem fær í staðinn hlutdeild af sölunni sem styrk frá klúbbnum .
Mosfellsfélagar vænta þess að fá góðar móttökur hjá bæjarbúum nú á aðventunni sem hingað til.
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2024
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024