Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. janúar 2018

Rit­höf­und­ur­inn Jón Kalm­an Stef­áns­son hef­ur ver­ið út­nefnd­ur Mos­fell­ing­ur árs­ins 2017 af bæj­ar­blað­inu Mos­fell­ingi.

Jón gaf út skáld­sög­una Saga Ástu fyr­ir jól­in og fékk hún hvern fimm stjörnu dóm­inn á fæt­ur öðr­um.

Jón Kalm­an er einn af fremstu rit­höf­und­um þjóð­ar­inn­ar og hef­ur margsinn­is ver­ið til­nefnd­ur til Bók­mennta­verð­launa Norð­ur­landa­ráðs auk þess að hljóta Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in. Á ár­inu var hann jafn­framt orð­að­ur við sjálf Nó­bels­verð­laun­in í bók­mennt­um.

Jón Kalm­an býr með eig­in­konu sinni, börn­um og hundi í Svölu­höfða og hef­ur fjöl­skyld­an búið í Mos­fells­bæ í rúm 20 ár.

„Mað­ur er bara glað­ur að fólki finnst ástæða til þess að velja mig,“ seg­ir Jón Kalm­an um út­nefn­ingu Mos­fell­ings. „Þá kannski hef­ur mað­ur gert eitt­hvað gott.“

Fyrsta bók Jóns Kalm­ans kom út árið 1988 og á hann því 30 ára rit­höf­unda­af­mæli á ár­inu. Hann hef­ur gef­ið út 3 ljóða­bæk­ur og 12 skáld­sög­ur.

Í kvöld verð­ur Himna­ríki og hel­víti frum­sýnt í Borg­ar­leik­hús­inu. Sýn­ing­in bygg­ir á þrí­leik Jóns Kalm­ans, bók­un­um Himna­ríki og hel­víti, Harm­ur engl­anna og Hjarta manns­ins – einu um­tal­að­asta stór­virki ís­lenskra bók­mennta á síð­ari tím­um.

Tengt efni