Dagurinn er haldinn til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur, sem var fyrst kvenna til að vera oddviti Mosfellsbæjar. Helga lét sig málefni kvenna varða með ýmsum hætti.
Efnistök dagsins í ár snúa að jafnrétti á vinnumarkaði út frá ólíkum aldurshópum.
„Jafnrétti á vinnumarkaði“
Er jafnrétti eða mismunun vegna aldurs á vinnumarkaðnum?
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður stéttarfélags Fræðagarðs í BHM og sérlegur ráðgjafi Kvenréttindafélags Íslands verður fundastjóri dagsins.
Dagskrá:
kl. 15:00 – 15:10 Opnun fundarstjóra
- Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður stéttarfélags Fræðagarðs í BHM og sérlegur ráðgjafi Kvenréttindafélags Íslands.
- Opnun og spurningu varpað fram um hvort mismunun vegna aldurs á vinnumarkaði sé raunin.
kl. 15:10 – 15:25 Að brúa enn eitt bilið: Jafnrétti, vinnumarkaðurinn og kynslóðamunur
- Herdís Haraldsdóttir, MPA og diplóma í hagnýtum jafnréttisfræðum.
- Fjallar um birtingarmyndir jafnréttis á vinnumarkaði og rýnir í ólík aldursbil/kynslóðabil með það að markmiði að skoða hvort um kynslóðamun sé að ræða.
kl. 15:25 – 15:40 Jafnrétti og atvinnuleit
- Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá VMST.
- Vinnumálastofnun kynnir námskeið sem þau hafa haldið fyrir aldurshópinn 45+ og skoðar hvort tölur bendi til jafnréttis á vinnumarkaði tengt ólíkum aldurshópum.
kl. 15:40 – 15:50 Kaffihlé
kl. 15:50 – 16:05 Ráðningarferlið út frá sjónarhóli ráðningaraðila
- Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi Hagvangs.
- Ráðningarferlið og upplifun af einstaklingum sem eru mögulega lengur í vinnuleit en alla jafna.
kl. 16:05 – 16:15 Í vinnuleit
- Þór Saari og Árdís Sigurðardóttir.
- Upplifun tveggja einstaklinga af vinnuleit og tækifærum til að komast í viðtal og finna starf við hæfi.
kl. 16:15 – 16:25 Reynslan af þroskaðri vinnuafli
- Jón Arnar Guðbrandsson, eigandi Grazie Trattoria.
- Fer yfir ótrúlega jákvæð viðbrögð við ákvörðun sinni að ráða eingöngu 60+ ára.
kl. 16:25 – 16:30 Kaffihlé
kl. 16:30 – 16:40 Grái herinn og vinnumarkaðurinn
- Ingibjörg H. Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara.
- Upplifun gráa hersins af jafnrétti á vinnumarkaði fyrir eldri borgara.
kl. 16:40 – 16:55 Að byggja upp jafnréttismenningu
- Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania.
- Deilir með okkur hvernig Mosfellsbær getur nýtt sér þau skref sem Advania hefur tekið til að innleiða og skapa jafnréttismenningu hjá Mosfellsbæ.
kl. 16:55 – 17:00 Fundi slitið
- Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður stéttarfélags Fræðagarðs og sérlegur ráðgjafi Kvenréttindafélags Íslands.
- Umræða fundar dregin saman og fundi slitið.
Öll velkomin – Skráning óþörf – Heitt á könnunni
Tengt efni
Upptaka frá jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði 22. september 2022.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði í dag. Málefni dagsins var jafnrétti á vinnumarkaði út frá ólíkum aldurshópum.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september 2022
Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.