Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2010 verður haldinn í dag, 17. september kl. 13:00 – 15:00 í Hlégarði.
Yfirskrift dagsins er „Ungt fólk og jafnrétti” og er dagskráin að mestu leyti borin uppi af unglingum úr félagsmiðstöðinni Ból og nemendum í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
Veitt verður jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2010.
Dagskráin er svohljóðandi:
- 13:00 – Ávarp bæjarstjóra
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar - 13:10 – Ávarp formanns fjölskyldunefndar
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir - 13:15 – Afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2010
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, formaður fjölskyldunefndar - 13:30 – Unglingar og jafnrétti
Innlegg frá unglingum í félagsmiðstöðinni Ból - 13:55 – Hlé
- 14:15 – Ungt fólk og jafnrétti
Nemendur í framhaldsskóla Mosfellsbæjar fjalla um jafnréttismál út frá sínu sjónarhorni - 15:00 – Ávarp jafnréttisfulltrúa og dagskrárlok
Sigríður Indriðadóttir
Fundarstjóri verður Sigríður Indriðadóttir, mannauðstjóri og jafnréttisfulltrúi Mosfellsbæjar.
Öll velkomin.
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Upptaka frá jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði 22. september 2022.