Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. maí 2021

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar veitti á dög­un­um styrki til efni­legra ung­menna.

Styrk­ur­inn er fólg­inn í laun­um frá Mos­fells­bæ og greitt er í sam­ræmi við önn­ur sum­arstörf hjá Mos­fells­bæ. Mark­mið­ið með styrkj­un­um er að gefa ein­stak­ling­um sömu tæki­færi og jafn­öldr­um þeirra til að njóta launa á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tóm­st­und yfir sum­ar­tím­ann. Við val­ið er stuðst við regl­ur sem byggja á vilja Mos­fells­bæj­ar til að koma til móts við ung­menni sem vegna íþrótta, lista eða tóm­stunda eiga erfitt með að vinna laun­uð störf að hluta til eða að öllu leiti yfir sum­ar­tím­ann.

Að þessu sinni sóttu 25 ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 16−20 ára um. Það var að vanda að­dá­un­ar­verð­ur listi hæfra um­sækj­enda sem sóttu um og langt frá því auð­velt verk að velja á milli og bera sam­an ein­stak­linga sem stunda svo ólík­ar grein­ar.

Ung­menn­in sjö sem hlutu ým­ist full­an styrk eða hluta styrk eru:

  • Andri Eyfjörð Jó­hann­esson (tónlist)
  • Agla Þór­ar­ins­dótt­ir (pí­anó)
  • Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir (knatt­spyrna)
  • Íris Torfa­dótt­ir (fiðla)
  • Kristó­fer Karl Karls­son (golf)
  • María Eir Guð­jóns­dótt­ir (golf)
  • Oli­ver Orm­ar Ingvars­son (bog­fimi)

Á mynd­ina vant­ar Hafrúnu Rakel og Oli­ver Orm­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00