Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. apríl 2022

Inn­við­ir fyr­ir hleðslu­bún­að­inn verða byggð­ir upp á sjö stöð­um í landi bæj­ar­ins eða á lóð­um tengd­um stofn­un­um sveit­ar­fé­lags­ins.

Þeir stað­ir sem um ræð­ir eru mið­bær við bæj­ar­skrif­stof­ur, Helga­fells­skóli, Krika­skóli, Golf­skál­inn og að­staða skóg­rækt­ar­fé­lags­ins við Úlfars­fell.

Í upp­hafi verð­ur sett­ur upp einn hleðslu­bún­að­ur á hverj­um stað sem ann­ar tveim­ur hleðslu­stæð­um en gert er ráð fyr­ir að hleðslu­stæð­um geti fjölg­að í fjög­ur til átta, mis­mik­ið eft­ir að­stæð­um. Þjón­ustu­að­il­ar munu selja hleðslu­þjón­ustu til raf­bíla­eig­enda, reka við­skipta­kerfi, greiða dreif­ing­ar­kostn­að raf­magns og ann­ast rekst­ur bún­að­ar­ins.

Horft til fyrri orku­skipta við und­ir­rit­un

Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og Jó­hann­es Þor­leiks­son, for­stöðu­mað­ur raf­veitu Veitna, und­ir­rit­uðu sam­komu­lag­ið í morg­un við útil­ista­verk­ið Hundrað­þús­und­millj­ón tonn af sjóð­heitu vatni á torg­inu við Þver­holt í Mos­fells­bæ. Verk­ið, sem er eft­ir Krist­in E. Hrafns­son, var reist í til­efni 100 ára hita­veitu á Ís­landi árið 2008. Það er við hæfi að horfa til fyrri orku­skipta, þeg­ar snú­ið var frá kol­um og olíu yfir í hita­veitu, og þess hversu mik­ið þau bættu lífs­gæði þeg­ar unn­ið er að orku­skipt­um dags­ins í dag, frá jarð­efna­eldsneyti yfir í um­hverf­i­s­vænt raf­magn.

Auð­velda bæj­ar­bú­um að draga úr los­un

Bæði Veit­ur og Mos­fells­bær hafa sett sér metn­að­ar­full og nauð­syn­leg lofts­lags­markmið og að­gerða­áætlan­ir til að ná þeim. Auk eig­in starf­semi ná áætlan­ir þeirra til að sporna við hlýn­un jarð­ar einnig til þess að auð­velda al­menn­ingi að draga úr sinni los­un. Um­hverf­i­s­vænni sam­göng­ur – að hjóla, ganga, nýta al­menn­ings­sam­göng­ur eða aka á bíl­um sem ganga fyr­ir hreinni orku – eru þar lyk­il­at­riði.

Tengt efni