Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. apríl 2024

Mos­fells­bær leit­ar að fram­sækn­um, metn­að­ar­full­um og talnag­lögg­um ein­stak­lingi með brenn­andi áhuga á inn­kaup­um og hag­kvæm­um rekstri.

Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­svið Mos­fells­bæj­ar ber ábyrgð á fjár­mála­stjórn bæj­ar­ins og með­al verk­efna þess er fjár­stýr­ing, reikn­ings­hald og bók­hald, yf­ir­um­sjón með fjár­hags­áætlun, lána­stýr­ing, um­sjón með gjald­skrám, inn­kaup og eft­ir­lit með fjár­hag­stengd­um samn­ing­um ásamt fjár­hags­legu áhættumati.

Starf inn­kaupa- og rekstr­ar­sér­fræð­ings er nýtt og fjöl­breytt starf í tengsl­um við breytt­ar áhersl­ur í ört vax­andi sveit­ar­fé­lagi.

Helstu verk­efni og ábyrgð

Inn­kaupa­mál:

 • Ráð­gjöf og að­stoð við svið og stofn­an­ir vegna inn­kaupa- og út­boðs­mála
 • Skipu­lagn­ing og gerð inn­kaupa­ferla og eft­ir­fylgni með inn­kauparegl­um
 • Um­sjón með ramma­samn­ing­um
 • Yf­ir­ferð og ráð­gjöf varð­andi samn­inga um inn­kaup
 • Grein­ing, sam­ræm­ing inn­kaupa og þarf­agrein­ing­ar

Rekstr­ar- og fjár­fest­inga­eft­ir­lit:

 • Grein­ing, ráð­gjöf og upp­lýs­inga­gjöf um rekst­ur og fjár­fest­ing­ar
 • Að­stoð við und­ir­bún­ing fjár­hags­áætl­un­ar
 • Öfl­un og ut­an­um­hald gagna fyr­ir mæla­borð og eft­ir­fylgni með mæli­kvörð­um

Mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur:

 • Há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi er skil­yrði s.s. í við­skipt­um, hag­fræði eða verk­fræði
 • Meist­ara­gráða sem nýt­ist í starfi er kost­ur
 • Reynsla af sam­bæri­leg­um verk­efn­um er kost­ur
 • Mjög góð tölvukunn­átta og færni í Excel er skil­yrði
 • Góð þekk­ing og reynsla af Dynamics BC (NAV) er kost­ur
 • Sam­skipta­hæfni, já­kvætt við­horf og lausnamið­uð hugs­un
 • Ná­kvæmni í vinnu­brögð­um og talnag­leggni
 • Sjálf­stæði, út­sjón­ar­semi, skipu­lags­hæfni og geta til að stýra verk­efn­um
 • Góð ís­lenskukunn­átta er nauð­syn­leg

Um­sókn­ir skulu inni­halda starfs­fer­ils­skrá og kynn­ing­ar­bréf sem grein­ir frá reynslu, mennt­un og fyrri störf­um ásamt rök­stuðn­ingi fyr­ir hæfni í starf­ið.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um starf­ið veit­ir Pét­ur J. Lockton sviðs­stjóri fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs í síma 525-6700 eða pet­ur@mos.is.

Æski­legt er að við­kom­andi geti haf­ið störf í ág­úst.

Laun eru sam­kvæmt kjara­samn­ingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og við­kom­andi stétt­ar­fé­lags.

Við hvetj­um áhuga­söm til að sækja um óháð aldri, kyni, upp­runa eða fötlun.

Um­sókn­ar­frest­ur er til 21. apríl 2024.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00