Mosfellsbær leitar að framsæknum, metnaðarfullum og talnaglöggum einstaklingi með brennandi áhuga á innkaupum og hagkvæmum rekstri.
Fjármála- og áhættustýringarsvið Mosfellsbæjar ber ábyrgð á fjármálastjórn bæjarins og meðal verkefna þess er fjárstýring, reikningshald og bókhald, yfirumsjón með fjárhagsáætlun, lánastýring, umsjón með gjaldskrám, innkaup og eftirlit með fjárhagstengdum samningum ásamt fjárhagslegu áhættumati.
Starf innkaupa- og rekstrarsérfræðings er nýtt og fjölbreytt starf í tengslum við breyttar áherslur í ört vaxandi sveitarfélagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Innkaupamál:
- Ráðgjöf og aðstoð við svið og stofnanir vegna innkaupa- og útboðsmála
- Skipulagning og gerð innkaupaferla og eftirfylgni með innkaupareglum
- Umsjón með rammasamningum
- Yfirferð og ráðgjöf varðandi samninga um innkaup
- Greining, samræming innkaupa og þarfagreiningar
Rekstrar- og fjárfestingaeftirlit:
- Greining, ráðgjöf og upplýsingagjöf um rekstur og fjárfestingar
- Aðstoð við undirbúning fjárhagsáætlunar
- Öflun og utanumhald gagna fyrir mælaborð og eftirfylgni með mælikvörðum
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði s.s. í viðskiptum, hagfræði eða verkfræði
- Meistaragráða sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
- Mjög góð tölvukunnátta og færni í Excel er skilyrði
- Góð þekking og reynsla af Dynamics BC (NAV) er kostur
- Samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun
- Nákvæmni í vinnubrögðum og talnagleggni
- Sjálfstæði, útsjónarsemi, skipulagshæfni og geta til að stýra verkefnum
- Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Pétur J. Lockton sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs í síma 525-6700 eða petur@mos.is.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.
Umsóknarfrestur er til 21. apríl 2024.
Tengt efni
Ólöf Kristín Sivertsen ráðin sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Mosfellsbær leitar að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Bæjarráð hefur samþykkt að ráða Guðjón Svansson í starf íþrótta- og lýðheilsufulltrúa Mosfellsbæjar
Starfið var auglýst 6. desember 2023 með umsóknarfrest til 3. janúar 2024.