Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. ágúst 2018

Í kvöld hefst bæj­ar­há­tíð­in Í tún­inu heima form­lega þeg­ar há­tíð­in verð­ur sett í Ála­fosskvos.

Íbú­ar safn­ast sam­an á Mið­bæj­ar­torg­inu og leggja af stað í skrúð­göngu kl. 20:45. Vask­ir fák­ar frá Hesta­manna­fé­lag­inu Herði leiða göngu og göngu­stjór­ar frá Leik­fé­lag­inu Mos­fells­sveit ræsa einn lit af stað í einu.

Í Ála­fosskvos mun Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar taka á móti há­tíð­ar­gest­um og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri set­ur há­tíð­ina í fimmtánda sinn. Ronja Ræn­ingja­dótt­ir hit­ar síð­an upp brekk­una áður en brekku­söng­ur hefst. Fjöl­breytt­ur mark­að­ur verð­ur á svæð­inu og ým­is­legt fleira. Björg­un­ar­sveit­in Kyndill kveik­ir á blys­um

Hér er hægt að finna texta fyr­ir brekku­söng­inn svo all­ir geti sung­ið með.

1) Reyndu aft­ur

Þú reynd­ir allt
til þess að ræða við mig.
Í gegn­um tíð­ina
ég hlustaði ekki á þig.
Ég gekk áfram minn veg;
nið­ur til helj­ar, hér um bil.
Reyndu aft­ur – ég bæði sé
og veit og skil.
Hvert sem er skal ég fylgja þér.
Yfir Esj­una.
Til tungls­ins.
Trúðu mér.
Ég gekk minn breiða veg;
nið­ur til helj­ar, hér um bil.
Reyndu aft­ur – ég bæði sé og veit og skil.

2) Nú ligg­ur vel á mér

Stína var lít­il stúlka í sveit,
stækk­aði óðum blóm­leg og heit,
Hún fór að vinna, var margt að gera,
lærði að spinna, lát­um það vera.
Svo var hún úti sum­ar og haust,
svona var líf­ið strit enda­laust.
Samt gat hún Stína söngv­ana sína sung­ið
með hárri raust.
Nú ligg­ur vel á mér, nú ligg­ur vel á mér,
gott er að vera létt­ur í lund,
lofa skal hverja ánægjust­und.
Gam­an fannst Stínu að glett­ast við pilt,
gaf hún þeim auga, var oft­ast stillt.
Svo sá hún Stjána, það vakti þrána,
hann kom á Grána út yfir ána.
Sæl var hún Stína sak­laus og hraust,
svo fór hann burtu kol­dimmt um haust.
Samt gat hún Stína söngv­ana sína sung­ið
með hárri raust.
Nú ligg­ur vel á mér, nú ligg­ur vel á mér,
gott er að vera létt­ur í lund,
lofa skal hverja ánægjust­und.

3) Ljúft að vera til

Í Herjólfs­daln­um, við lífs­ins njót­um.
Það er svo ljúft að vera til.
Vináttu­örv­um allt í kring skjót­um.
Sam­ver­an veit­ir birtu og yl.
Hér er ham­ingja, ást og gleði.
Stemm­ing­in í daln­um er svo blíð.
For­rétt­indi að vera með í,
veislu­höld­un­um á þjóð­há­tíð.
Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að add vera til.
Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að add vera til.
Í bleikri brekk­unni við syngj­um sam­an.
Svo ljúft að vera þér við hlið
Í þín­um örm­um svo hlýtt svo gam­an.
Vor bjarta fram­tíð blas­ir við.
Hér er ham­ingja, ást og gleði.
Stemm­ing­in í daln­um er svo blíð.
For­rétt­indi að vera með í,
veislu­höld­un­um á þjóð­há­tíð.
Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að add vera til.
Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að add vera til.

4) Þórs­merk­ur­ljóð

Enn­þá geym­ist það mér í minni,
María, María,
hvern­ig við fund­umst í fyrsta sinni,
María, María.
Upp­haf þess fund­ar var í þeim dúr,
að ætl­uð­um bæði í Merk­urtúr.
María, María, María, María, María, María.
Margt skeð­ur stund­um í Merk­ur­ferð­um,
María, María,
mest þó ef Bakk­us er með í gerð­um,
María, María.
Brátt sátu flest­ir kinn við kinn
og kom­inn var galsi í mann­skap­inn.
María, María, María, María, María, María.
Troddu þér nú inn í tjald­ið hjá mér,
María, María,
Síð­an ætla ég að sofa hjá þér.
María, María.
Svo örk­um við sam­an vorn ævi­veg
er ekki til­ver­an dá­sam­leg?
María, María, María, María, María, María.

5) Í leik­skóla er gam­an

Í leik­skóla er gam­an
þar leika all­ir sam­an.
Leika úti og inni
og all­ir eru með.
Hnoða leir og lita,
þið ætt­uð bara að vita
hvað all­ir eru dug­leg­ir
í leik­skól­an­um hér.

6) Prumpu­fólk­ið

Í Vest­ur bæn­um býr skrít­inn karl
og jafn­vel furðu­legri er kon­an hans.
Hann er með rosa­lega bumbu
úti’ á götu þau tvö stíga tryllt­an dans.
Þau skreyttu jólatré í júní
og karl­inn sagð­ist vera kind.
Þau stóðu á hönd­um út á túni
og fóru bæði að leysa vind.
Og karl­inn prump­ar svona …
og kon­an prump­ar svona …
og krakk­arn­ir prumpa með …
La la la la la la la la la la la la la.

7) Fljúga hvítu fiðr­ild­in

Fljúga hvítu fiðr­ild­in
fyr­ir utan glugga.
Þarna sigl­ir ein­hver inn
of­ur­lít­il dugga.
Afi minn og amma mín
úti’ á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín,
þang­að vil ég flúa.
Afi minn fór á hon­um Rauð
eitt­hvað suð­ur’ á bæi,
sækja bæði syk­ur og brauð,
sitt af hvoru tagi.
Sigga litla syst­ir mín
sit­ur úti’ í götu,
er að mjólka ána sín
í of­ur­litla fötu.

8) Bjarnastað­ar­belj­urn­ar

Bjarnastaða­belj­urn­ar,
Þær baula mik­ið núna.
Þær eru að verða vit­laus­ar
Það vant­ar eina kúna.
Það ger­ir ekk­ert til.
Það ger­ir ekk­ert til.
Hún kem­ur um miðaft­ans­bil.

9) Manstu ekki eft­ir mér

Ég er á vest­ur­leið­inni, á há­heið­inni.
á hundrað­og­tíu ég má ekki verða of seinn, óó!
Það verð­ur fagn­að­ur mik­ill vegn­ar opn­un­ar, flugrillsjopp­unn­ar.
svo ég fór og pant­aði borð fyr­ir einn.
Ég fresta því stöð­ugt að fá mér starf, síð­an síld­in hvarf,
enda svo­lít­ið latur til vinnu en hef það samt gott, ó ó
En kon­urn­ar fíla það mæta­vel, all­flest­ar að ég tel,
ég er og verð bóhem og þeim finnst það flott.
Manstu ekki eft­ir mér, mik­ið lít­ur þú vel út bei­bí, frá­bært hár.
Manstu ekki eft­ir mér, hvar ertu bú­inn að vera öll þessi ár.
Ég hef nokk­uð lúmsk­an grun um að, ein göm­ul vin­kona
geri sér ferð þang­að líka ég veit hvað ég syng, óó.
Hún er svo til á sama aldri og ég, asskoti huggu­leg
og svo er hún á hraðri leið inná þing.

10) Litla flug­an

Læk­ur tif­ar létt um máða steina.
Lít­il fjóla grær við skriðu­fót.
Bláskel ligg­ur brot­in milli hleina.
Í bæn­um hvíl­ir ít­ur­vax­in snót.
Ef ég væri orð­in lít­il fluga,
ég inn um glugg­ann þreytti flug­ið mitt,
og þó ég ei til ann­ars mætti duga,
ég ef­laust gæti kitlað nef­ið þitt.

11) Komdu inn í kof­ann minn

Komdu inn – í kof­ann minn,
er kvölda og skyggja fer.
Þig skal aldrei iðra þess
að eyða nótt hjá mér.
Við æv­in­týra­eld­ana
er ým­is­legt að sjá,
og glað­ur skal ég gefa þér
allt gull­ið sem ég á,
Tíu dúka tyrk­neska
og töfra­spegla þrjá
níu skip frá Nor­egi
og naut frá Spáníá,
aust­ur­lensk­an ald­ingarð
og ís­lenskt höf­uð­ból
átta gráa gæð­inga
og gyllt­an burð­ar­stól,
Komdu inn í kof­ann minn,
er kvölda og skyggja fer.
Alltaf brenn­ur eld­ur­inn
á arn­in­um hjá mér.
Ég gleymdi einni gjöf­inni,
og gettu, hver hún er.
Ég gleymdi bestu gjöf­inni,
ég gleymdi sjálf­um mér.

12) Ég man það svo vel

Manstu það hvern­ig ég sveifl­aði þér?
Fram og til­baka í örm­un­um á mér
Ég man það, ég man það svo vel
Því þess­ar minn­ing­ar, minn­ing­ar kvelja mig, kvelja mig
Gerðu það, leyf mér að leiða þig
Í síð­asta skipti
Haltu í hönd­ina á mér og ekki sleppa
Sýndu mér aft­ur hvað er að elska
Og oh-oh-oh-oh
Segðu mér
Að þú finn­ir ekk­ert og enga neista
Og slokkn­að í þeim glóð­um sem brunnu heit­ast
Þá rata ég út

13) Stál og hníf­ur

Þeg­ar ég vakn­aði um morg­un­inn
er þú komst inn til mín.
Hör­und þitt eins og silki
and­lit­ið eins og postu­lín.
Við bryggj­una bát­ur vagg­ar hljótt,
í nótt mun ég deyja.
Mig dreymdi dauð­inn segði komdu fljótt
það er svo margt sem ég ætla þér að segja.
Ef ég drukkna, drukkna í nótt,
ef þeir mig finna.
Þú get­ur kom­ið og mig sótt
þá vil ég á það minna.
Stál og hníf­ur er merki mitt
merki far­and­verka­manna.
Þitt var mitt og mitt var þitt
með­an ég bjó á með­al manna.

14) Kát­ir voru karl­ar

Kát­ir voru karl­ar
á kútter Har­aldi
til fiski­veiða fóru
frá Akra­nesi.
Og all­ir komu þeir aft­ur
og eng­inn þeirra dó.
Af ánægju út að eyr­um
hver ein­asta kerl­ing hló.

15) Kötu­kvæði

Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti.
Hún var að koma af engj­un­um heim.
Það var í ág­úst að áliðn­um slætti
og nærri aldimmt á kvöld­un­um þeim.
Hún var svo ung eins og ang­andi rós­ir,
ég hafði aldrei séð hana fyrr.
Um vanga döns­uðu lokk­arn­ir ljós­ir
og aug­un leiftr­uðu þög­ul og kyrr.
Hlýtt ég tók í hönd á Kötu,
horfði í aug­un djúp og blá.
Geng­um síð­an burt af götu,
geymdi okk­ur nátt­myrkr­ið þá.
En þeg­ar eld­aði aft­ur og birti,
í hjarta ákaf­an kendi ég sting.
Og fyr­ir aug­um af ang­ist mér syrti,
hún var með ein­fald­an gift­ing­ar­hring.

16) Rang­ur mað­ur

Af hverju get ég ekki,
lifað eðli­legu lífi?
Af hverju get ég ekki,
lifað bis­ness­lífi,
keypt mér hús, bíl og íbúð.
Af hverju get ég ekki,
geng­ið mennta­veg­inn
þang­að til að ég æli.
Af hverju get ég ekki,
gert neitt af viti,
af hverju fædd­ist ég lú­ser jééé.
Ég er rang­ur mað­ur
á röng­um tíma
í vit­lausu húsi..
Af hverju er líf­ið svona öm­ur­legt,
ætli það sé skárra í Simba­bwe.
Af hverju var ég full­ur á virk­um degi,
af hverju mætti ég ekki í tíma.
Af hverju get ég ekki,
byrj­að í íþrótt­um
og hlaup­ið um eins og asni.
Af hverju get ég ekki,
ver­ið jafn ham­ingju­sam­ur
og Sigga og Grét­ar í Stjórn­inni jééé.
Ég er rang­ur mað­ur
á röng­um tíma
í vit­lausu húsi.

17) Þykkvabæj­arrokk

Þeg­ar ég var pínu­lít­ill patti
var mamma vön að vagga mér í vöggu
í þeim gömlu kart­öflu­görðn­um heima.
Það var í miðj­um Þykkvabæn­um
svona 1.6 km frá sæn­um
í þeim gömlu, kart­öflu­görð­un­um heima:
Og þeg­ar kart­öfl­urn­ar fara að mygla
hætta þær að fara í fyrsta flokk
í þeim gömlu, kart­öflu­görð­un­um heima.
Það var í miðj­um Þykka­bæn­um
svona einn komma sex kíló­metra frá sæn­um
þeim gömlu, kart­öflu­görð­un­um heima.

18) Ólafía, hvar er Vigga?

Ólafía, hvar er Vigga?
Ólafía, hvar er Vigga?
Hún er uppi í sveit
að elta gamla geit.
Ólafía, hvar er Vigga?
Vigga, hvar er Ólafía,
Vigga hvar er Ólafía?
Hún var bakvið skúr,
að klæða kall­inn úr,
Vigga, hvar er Ólafía?

19) Týnda kyn­slóð­in

Pabbi minn kalla­kók­ið sýp­ur
hann er með eyrna­lokk og strýp­ur
og er að fara á ball,
hann er að fara á ball.
Mamma beygl­ar alltað munn­inn
þeg­ar hún maskar­ar aug­un
og er að fara á ball,
hún er að fara á ball.
Bland­aðu mér í glas seg­ir hún
út um neðra munn­vik­ið.
Ekki mik­ið kók, ekki mik­inn ís,
réttu mér kveikjarann.
Barnapí­an er með blás­ið hár
og pabbi yng­ist upp um
átján ár á nó­inu.
Drífðu þig nú svo við miss­um
ekki af Gunn­ari og sjó­inu.
Pabbi minn set­ur Stóns á fón­inn
fæst ekki um gömlu partýtjón­in,
hann er að fara á ball,
hann er að fara á ball.

20) Det var brændevin i flasken

Det var brændevin i flasken
Det var brændevin í flasken da vi kom,
det var brændevin í flasken da vi kom.
Men da vi gik, så var den tom.
Det var brændevin í flasken da vi kom.
Syng så jah, jah, jibbi, jibbi jah,
syng så jah, jah, jibbi, jibbi jah.
Men da vi gik så var den tom.
Det var brændevin i flasken da vi kom.
Det var whisky i en kasse som vi fik,
det var whisky i en kasse som vi fik.
Men da vi gik, så var vi ,,hik”.
Det var whisky i en kasse som vi fik.
De var alles­am­men jom­fru da vi kom,
de var alles­am­men jom­fru da vi kom.
Men da vi gik så var de bom.
De var alles­am­men jom­fru da vi kom.
Du må ha’min gamle kone når jeg dør,
du må ha’min gamle kone når jeg dør.
Du skal ikke være bange, hun har so­vet hos så mange.
Du må ha’min gamle kone når jeg dør.
Mér er sama hvar ég lendi, þeg­ar ég dey,
mér er sama hvar ég lendi, þeg­ar ég dey.
Því ég á vini á báð­um stöð­um,
sem að bíða mín í röð­um.
Mér er sama hvar ég lendi, þeg­ar ég dey.

21) Ég veit þú kem­ur

Ég veit þú kem­ur í kvöld til mín
þótt kveðj­an væri stutt í gær.
Ég trúi ekki á orð­in þín,
ef ann­að segja stjörn­ur tvær.
Og þá mun allt verða eins og var
sko áður en þú veist, þú veist.
Og þetta eina sem útaf bar
okk­ar á milli í friði leyst.
Og seinna, þeg­ar tunglið hef­ur tölt um lang­an veg,
þá töl­um við um draum­inn sem við elsk­um, þú og ég.
Ég veit þú kem­ur í kvöld til mín
þótt kveðj­an væri stutt í gær.
Ég trúi ekki á orð­in þín,
ef ann­að segja stjörn­ur tvær.

22) Vertu ekki að plata mig

Ég sá hana á horn­inu á Mána­bar,
hún minnti mig á Brendu Lee.
Ég skellti krónu’í djúk­box­ið,
og hækk­aði vel í því.
Hún þagði bara’og lakk­aði’á sér negl­urn­ar
og þótt­ist ekki taka’ eft­ir mér.
Í hægð­um mín­um labb­aði að borð­inu
og sagði hátt.
Komdu með, ég bið þig,
komdu með, ég bið þig.
Ég vona að þú seg­ir ekki nei við mig,
því trúðu mér ég dái þig.
Það eina sem skipt­ir máli
er þú og ég.
Vertu ekki að plata mig,
þú ert bara að nota mig.
Ég er ekki eins og all­ar stelp­urn­ar
sem hoppa’upp í bíla, með hverj­um sem er.

23) Út í Eyj­um

Út í Eyj­um bjó Ein­ar kaldi, er hann hér enn?
Hann var öðl­ings­dreng­ur,
já svona eins og geng­ur um Eyja­menn.
Í kvenn­manns­hold­ið kleip hann sold­ið.
klíp­ur hann enn?
Hann sigldi um sæ­inn sval­an æg­inn
sigl­ir hann enn?
Við spyrj­um kon­ur og menn
All­ir sam­an nú! Tra la la la la la…..
hann bjarg­aði sér fyr­ir björg­in simm
Tra la la la la la…. þær báðu hans ein­ar fimm.
Hann unni einni Önnu hreinni, ann hann henni enn?
En hvar er Anna, elsku Anna?
Við spyrj­um kon­ur og menn:
Hann sást með Guddu, sætri buddu, í suð­lægri borg
En Anna sit­ur ein og bit­ur í ástarsorg.
All­ir sam­an nú! Tra la la la la……
Hann bjarg­aði sér fyr­ir björg­in dimm
Tra la la la la…Þær báðu hans ein­ar fimm.
Mér er sem ég sjái hann Ein­ar kalda.
mér er sem ég sjái hann Ein­ar hér.
::Er hann kannski bú­inn að tjalda við hlið­ina á þér?;:

24) Ég er kom­inn heim

Er völl­ur grær og vet­ur flýr,
og verm­ir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig,
verð hjá þér alla stund.
Við byggj­um sam­an bæ í sveit,
sem bros­ir móti sól.
Þar ungu lífi land­ið mitt
mun ljá og veita skjól.
Sól slær silfri á voga,
sjáðu jök­ul­inn loga.
Allt er bjart yfir okk­ur tveim
því ég er kom­inn heim.
Að ferða­lok­um finn ég þig,
sem mér fagn­ar hönd­um tveim.
Ég er kom­inn heim,
já ég er kom­inn heim.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00