Í kvöld hefst bæjarhátíðin Í túninu heima formlega þegar hátíðin verður sett í Álafosskvos.
Íbúar safnast saman á Miðbæjartorginu og leggja af stað í skrúðgöngur kl. 20:45. Í Álafosskvos mun Skólahljómsveit Mosfellsbæjar taka á móti hátíðargestum og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri setur hátíðina í fjórtánda sinn. Gummi og Felix hita síðan upp brekkuna áður en brekkusöngur hefst.
Fjölbreyttur markaður verður á svæðinu og ýmislegt fleira.
Allir sem mæta í lopapeysu fá ís frá ÍSTEX.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir