Vegna fjölda áskorana frá íbúum í Teigum, Krikum, Löndum, Ásum, Tungum og Dal hefur verið breytt um lit í hverfinu í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima. Nú verður hverfið bleikt.
Ekki þótti lukkast vel að skreyta með grænu eða hvítu. Grænn féll of mikið saman við gróðurinn í hverfinu og hvítur þótti einfaldlega ekki nógu skrautlegur! Því hefur verið ákveðið að hverfið verði héðan í frá bleikt. Þó skal tekið fram að dómnefnd tekur tillit til tíðra litabreytinga hverfisins og gefur engin mínusstig þótt skreytt verði einnig með grænum og hvítum í hverfinu.
Talið er víst að skreytingakeppnin verði harðari en nokkru sinni fyrr og hefur dómnefnd borist til eyrna að mikil áform séu uppi í mörgum götum og því ekki seinna vænna en að hefja skreytingar strax svo þeim verði lokið á föstudag þegar hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir