Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi.
Hreinsun gróðurs og lóða
Meðan á hreinsunarátakinu stendur er gott tækifæri fyrir íbúa að taka til hendinni í garðinum og snyrta runna og beð og eru þeir sérstaklega hvattir til að klippa hekk og tré sem ná yfir gangstéttar og stíga.
Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum:
- Holta- og Tangahverfi – Neðan Þverholts (milli Akurholts og Arnartanga)
- Höfða og Hlíðahverfi – Grenndarstöð við Bogatanga
- Teiga- og Reykjahverfi – Skarhólabraut ofan Reykjavegar og við Sunnukrika
- Hlíðartúnshverfi – Við Aðaltún
- Helgafellshverfi – Efst í Brekkulandi og við Snæfríðargötu
- Leirvogstunga – Á stæði við stoppistöð á Tunguvegi
- Mosfellsdalur – Á bílastæði við Þingvallaveg
Hreinsunardagar á opnum svæðum 10. – 12. maí
Helgina 10. – 12. maí verður ráðist í hreinsunarátak á opnum svæðum bæjarins og meðfram nýbyggingarsvæðum. Afturelding og skátafélagið Mosverjar munu að venju aðstoða við hreinsunina og taka vel til hendinni.
Allir íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátaki Mosfellsbæjar og hjálpast að við að gera bæinn fallegan og snyrtilegan fyrir sumarið.
Tengt efni
Hreinsunarátak framlengt
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 15. - 30. apríl 2023
Dagana 15. – 30. apríl verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti.
Duglegir krakkar úr Krikaskóla tóku þátt í Hreinsunarátaki Mosfellsbæjar 2021
Krakkar úr Krikaskóla létu sitt ekki eftir liggja í Hreinsunarátaki í Mosfellsbæ þegar þau tíndu rusl í Meltúnsreitnum við Völuteig í vikunni.