Dagana 22. apríl – 13. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti.
Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi.
Hreinsun gróðurs og lóða
Meðan á hreinsunarátakinu stendur er gott tækifæri fyrir íbúa að taka til hendinni í garðinum og snyrta runna og beð og eru þeir sérstaklega hvattir til að klippa hekk og tré sem ná yfir gangstéttar og stíga.
Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum:
- Holta- og Tangahverfi – Neðan Þverholts (milli Akurholts og Arnartanga)
- Höfða og Hlíðahverfi – Vörubílastæði við Bogatanga
- Teiga- og Reykjahverfi – Skarhólabraut ofan Reykjavegar
- Hlíðartúnshverfi – Við Aðaltún
- Helgafellshverfi – Við Snæfríðargötu
- Ásar og Lönd – Efst i Brekkulandi
- Leirvogstunga – Á opnu svæði við enda Tunguvegar
- Mosfellsdalur – Á bílastæði við Þingvallaveg
Vinsamlega athugið að gámarnir eru einungins fyrir garðaúrgang og trjágreinar.
Gatna- og stígahreinsun
Á þessu tímabili mun einnig fara fram þvottur og sópun á stígum, gangstéttum og götum bæjarins. Í fyrstu verða stofngötur og stígar ásamt stofnanaplönum sópuð og í framhaldi verður farið inn í hverfi bæjarins og verða merkingar settar á áberandi staði áður en sú vinna hefst. Til að þetta verði sem best gert þurfum við á aðstoð íbúa að halda með því að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur.
Ennfremur stendur bæjarbúum til boða að fá aðstoð starfsmanna Þjónustumiðstöðvar í síma 525-6700 til að fjarlægja bílhræ og stærri hluti í kringum híbýli sín á þessu tímabili.
Hreinsun gatna og stíga mun fara fram eftirtalda daga:
- 27. apríl – Reykja og Krikahverfi
- 28. apríl – Teiga og Helgafellshverfi
- 29. apríl – Holtahverfi
- 30. apríl – Tangahverfi
- 4. maí – Hlíða og Hlíðartúnshverfi
- 5. maí – Höfðahverfi
- 6. maí – Leirvogstunguhverfi
Hreinsunardagar Aftureldingar og Mosverja
Stefnt er að því að hópar frá Aftureldingu og Mosverjum týni rusl í hverfum bæjarins dagana 9. og 10. maí n.k.
– Umhverfissvið Mosfellsbæjar
Tengt efni
Hreinsunarátak framlengt
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 8. - 14. maí 2024
Dagana 8. – 14. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ.
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 15. - 30. apríl 2023
Dagana 15. – 30. apríl verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti.