Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. júlí 2021

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir til­boð­um frá áhuga­söm­um og hæf­um ráð­gjöf­um í hönn­un ný­bygg­ing­ar fyr­ir leik­skóla í Helga­fells­hverfi í Mos­fells­bæ.

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir til­boð­um frá áhuga­söm­um og hæf­um ráð­gjöf­um í hönn­un ný­bygg­ing­ar fyr­ir leik­skóla í Helga­fells­hverfi í Mos­fells­bæ. Heild­ar­stærð leik­skól­ans er 1.700 m2 og mun taka mið af þörf­um yngri barna til leiks og úti­vist­ar. Gert er ráð fyr­ir að byggð­ur verði leik­skóli fyr­ir allt að 150 börn.

Mark­mið­ið er að byggja hag­kvæm­an og vel út­færð­an leik­skóla sem mæt­ir öll­um þörf­um metn­að­ar­fulls leik­skólastarfs og mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Lit­ið veðr­ur til þess að leik­skól­inn verði hag­kvæm­ur í rekstri, að hljóð­vist, lýs­ing og loft­gæði verði sem best og bygg­ing­in í heild sinni falli þann­ig að um­hverfi sínu að auð­velt sé að tengja sam­an skólast­arf, nátt­úru, um­hverfi og sam­fé­lag.

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir til­boð­um frá hönn­un­ar­hóp sem sam­an­stend­ur af eft­ir­far­andi fag­hönn­uð­um:

  • Teymi arki­tekta, inn­an­húss­arki­tekta og lands­lags­arki­tekta.
  • Verk­fræði­hönn­uð­um á svið­um jarð­tækni, burð­ar­virkja, raf­kerfa, lagna- og loftræsi­kerfa, bruna­tækni og hljóð­vist­ar.

Sam­kvæmt áætlun skal fulln­að­ar­hönn­un lok­ið 15. fe­brú­ar 2022.

Út­boðs­gögn verða að­gengi­leg frá og með fimmtu­deg­in­um 22. júlí 2021 í ra­f­ræna út­boð­s­kerf­inu vso.ajour­system.is.

Til­boð­um skal skila ra­f­rænt gegn­um ra­f­ræna út­boð­s­kerf­ið vso.ajour­system.is eigi síð­ar en mið­viku­dag­inn 18. ág­úst 2021, kl. 14:00.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00