Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. mars 2017

Bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar hafa ver­ið stað­sett­ar í Kjarna, Þver­holti 2 frá ár­inu 1998. Starfs­semi bæj­ar­skrif­stofa er á hæð­um 2., 3. og 4.

Raka­vanda­mál og leki hafa kom­ið í ljós í hús­næð­inu síð­ustu miss­er­in, en rak­inn hef­ur einna helst haft áhrif á heil­næm loft­gæði fyr­ir starfs­fólk bæj­ar­skrif­stofu sem stað­sett er á 3. hæð­inni.

Eft­ir ít­ar­lega út­tekt og sýna­töku á veg­um Eflu hef­ur kom­ið í ljós að ekki er hægt að kom­ast hjá því að fara í við­gerð­ir á þess­um raka­skemmd­um og eru flutn­ing­ar á þeirri starf­semi sem til­heyr­ir 3. hæð­inni fyr­ir­hug­að­ir. Ekki er út­séð með að sam­bæri­leg vand­kvæði geti ver­ið á öðr­um hæð­um einn­ig, en frek­ari sýna­taka er áform­uð á þeim hæð­um á næst­unni.

Flutn­ing­arn­ir munu eiga sér stað á fimmtu­dag­inn 16. mars og eru tíma­bundn­ir, en ráð­gert er að lag­fær­ing­ar á 3. hæð­inni hefj­ist á næstu dög­um og taki um 3 mán­uði.

Fjöl­skyldu­svið­ið mun flytja tíma­bund­ið í rými á bóka­safni Mos­fells­bæj­ar. Það rými hef­ur hing­að til ver­ið notað af skóla­fólki til lestr­ar og lær­dóms. Skilj­an­lega mun það þýða rask fyr­ir þá nem­end­ur sem nýtt hafa sér þessi rými en við mun­um vinna að því að búa þann­ig í hag­inn að skóla­fólk eigi eft­ir sem áður að­gengi að svæði til að lesa og læra á bóka­safn­inu.

Fræðslu- og frí­stunda­svið mun fær­ast í rými á 1. hæð þar sem Ís­lands­banki var áður til húsa.

Vegna um­ræddra flutn­inga mun starf­semi þess­ara sviða raskast að ein­hverju leyti á fimmtu­dag­inn. Það er von okk­ar að bæj­ar­bú­ar sýni þess­um til­færsl­um skiln­ing en skilj­an­lega er okk­ur mik­ið kapps­mál að vinna að því að búa starfs­fólki okk­ar heilsu­sam­legt vinnu­um­hverfi.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00