Á miðvikudögum og föstudögum í sumar verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta viðburði í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni Sumartorg – Brosandi bær. Á föstudögum eru viðburðir haldnir á Miðbæjartorgi en á miðvikudögum víðs vegar um bæinn.
Miðvikudaginn 7. júlí kl. 16:30 verður farið í hjólreiðatúr fjölskyldunnar undir leiðsögn Höllu Karenar Kristjánsdóttur. Lagt verður af stað frá Lágafellslaug og hjólað verður upp í Reykjalundarskóg. Farið verður í leiki og fjör á túninu og einnig verður grill á staðnum sem allir eru hvattir til að nýta sér.
Fjölmennum og njótum þess sem er í boði í bænum okkar!
Munið að koma með á grillið!
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.