Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. september 2016

Hjólareiða­stíg­ar liggja víðs veg­ar um Mos­fells­bæ, með­fram strand­lengj­unni, um Æv­in­týra­garð­inn í Ull­ar­nes­brekk­um og upp í Mos­fells­dal og allt þar á milli.

Enn­frem­ur ligg­ur góð­ur sam­göngu­stíg­ur milli Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur, með­fram Vest­ur­lands­vegi fram­hjá skóg­rækt­inni í Hamra­hlíð. Til­koma hans hef­ur ýtt und­ir vist­væn­ar sam­göng­ur milli sveit­ar­fé­lag­anna.

Góð hjól­reiða­kort er að finna á vef Mos­fells­bæj­ar og hjóla­leið­ir má sjá á hjóla­skilt­um við íþróttamið­stöð­ina við Varmá og neð­an Leiru­tanga, ásamt því að gef­in hafa ver­ið út sér­stak­ir bæk­ling­ar með hjóla­leið­um í Mos­fells­bæ.

Fjar­lægð­ir inn­an þétt­býl­is Mos­fells­bæj­ar eru að jafn­aði ekki lang­ar. Því ættu hjól­reið­ar og ganga að vera ákjós­an­leg­ur ferða­máti inn­an­bæjar. Af því til­efni er vakin at­hygli á kort­erskorti Mos­fells­bæj­ar sem sýn­ir 1,6 km radíus út frá mið­bæ Mos­fells­bæj­ar, en það er sú vega­lengd sem tek­ur með­al mann­inn ein­ung­is um 15 mín­út­ur að ganga og 6 mín­út­ur að hjóla.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00