Hjólareiðastígar liggja víðs vegar um Mosfellsbæ, meðfram strandlengjunni, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum og upp í Mosfellsdal og allt þar á milli.
Ennfremur liggur góður samgöngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, meðfram Vesturlandsvegi framhjá skógræktinni í Hamrahlíð. Tilkoma hans hefur ýtt undir vistvænar samgöngur milli sveitarfélaganna.
Góð hjólreiðakort er að finna á vef Mosfellsbæjar og hjólaleiðir má sjá á hjólaskiltum við íþróttamiðstöðina við Varmá og neðan Leirutanga, ásamt því að gefin hafa verið út sérstakir bæklingar með hjólaleiðum í Mosfellsbæ.
Fjarlægðir innan þéttbýlis Mosfellsbæjar eru að jafnaði ekki langar. Því ættu hjólreiðar og ganga að vera ákjósanlegur ferðamáti innanbæjar. Af því tilefni er vakin athygli á korterskorti Mosfellsbæjar sem sýnir 1,6 km radíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar, en það er sú vegalengd sem tekur meðal manninn einungis um 15 mínútur að ganga og 6 mínútur að hjóla.