Miðbæjartorg Mosfellsbæjar miðvikudaginn 21. september kl. 15:00 til 17:00.
Við hvetjum alla hjóleigendur að koma með hjólhesta sína í þessa fríu ástandsskoðun hjá Dr. Bæk.
Doktorinn kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Hann skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra.
Allskonar spurningar leyfðar.
Tengt efni
Bíllausi dagurinn 22. september 2022
Í dag er bíllausi dagurinn en á þeim degi eru íbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér frekar vistvæna samgöngumáta sé þess kostur.
BMX-dagur á Miðbæjartorginu kl. 17:30 - 19:30
BMX-brós sýna listir sínar á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í dag, þriðjudaginn 20. september, kl. 17:30 – 19:30.
Nýr hjólastígur formlega opnaður í Elliðaárdal
Laugardaginn 17. september fór fram Hjólaævintýri höfuðborgarsvæðisins þar sem sveitarfélögin tengdust saman í þremur hjólalestum frá bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Reykjavík og Mosfellsbæ.