Í tilefni af samgönguviku í Mosfellsbæ verður í dag, þriðjudag, sett upp hjólaþrautabraut á Miðbæjartorgi Mosfellsbæjar.
Þar gefst krökkum kostur á að sýna færni sína í hjólaþrautum, sveigja framhjá keilum og hoppa af stökkbrettum.
BMX landsliðið mun einnig mæta á svæðið og sýna listir sýnar með ótrúlegum stökkum og jafnvægiskúnstum, sem óvönum er ekki ráðlagt að leika eftir.
Öll áhugasöm eru hvött til að líta við og sjá hjólasnillinga og reyna sig í hjólafærni.