Í dag, sunnudaginn 17. september verður nýja pumptrack hjólaþrautabrautin sett upp á Miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í tilefni af samgönguviku í Mosfellsbæ.
Um er að ræða braut sem hentar jafnt reiðhjólum, hlaupahjólum, BMX-hjólum, hjólabrettum og hjólaskautum. Hjólabrautin er hugsuð sem góð viðbót fyrir stækkandi hóp ungmenna sem stunda þessar íþróttir og hvatning til aukinnar útivistar.
Brautin verður staðsett á Miðbæjartorginu fram yfir samgönguvikuna.