Íslandsmótinu í skák lauk laugardaginn 27. apríl þegar lokaumferðin fór fram í Íþróttamiðstöðinni Kletti í Mosfellsbæ þar sem skákmenn hafa leitt saman hesta sína síðastliðna daga.
Lokahófið fór fram á Blik þar sem að Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins og Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar afhentu viðurkenningar.
Helgi Áss Grétarsson varð Íslandsmeistari, í öðru sæti var Vignir Vatnar Stefánsson og saman í þriðja og fjórða sæti voru Guðmundur Kjartansson og Hilmir Freyr Heimisson.
Efsta mynd: Gunnar Björnsson, Guðmundur, Vignir, Helgi, Hilmir og Halla Karen.
Tengt efni
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.
Dagur Listaskólans 1. mars 2025