Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Verk­fræði­stof­an EFLA hef­ur lok­ið vinnu við heild­ar­út­tekt á hús­næði Varmár­skóla en verk­fræði­stof­an hef­ur ver­ið sam­starfs­að­ili Mos­fells­bæj­ar við rann­sókn­ir á ​raka­skemmd­um í Varmár­skóla.

Á nokkr­um stöð­um þarf að fjar­lægja raka­skemmd bygg­ing­ar­efni inn­an­dyra sam­hliða end­ur­bót­um á ytra byrði. Því vinna EFLA og um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar að við­bót­um við við­haldsáætlun Varmár­skóla. Verk­tök­um með sér­tæka þekk­ingu á vinnu­brögð­um við við­gerð­ir á raka­skemmdu hús­næði verða fengn­ir í verk­efn­ið og standa við­ræð­ur við þá nú yfir.

Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar EFLU leið­ir fram að ekki er þörf á bráða­að­gerð­um né lok­un skól­ans en að fara þarf í frek­ari end­ur­bæt­ur en þeg­ar hef­ur ver­ið tekin ákvörð­un um.

Ástand hús­næð­is Varmár­skóla sam­bæri­legt eða betra en bú­ast mátti við.

Í heild­ar­út­tekt EFLU kem­ur fram að það er einkum eldri hluti skól­ans sem þarfn­ast end­ur­bóta en ástandi nýrri hús­hluta er í sam­ræmi við það sem sér­fræð­ing­ar EFLU hafa séð í áþekk­um verk­efn­um.

Að mati EFLU hafa þær að­gerð­ir og end­ur­bæt­ur sem far­ið hafa fram síð­ustu tvö ár skilað Varmár­skóla betri húsa­kosti. Enn eru þó nokk­ur við­fangs­efni til stað­ar og heild­ar­út­tekt­in er góð leið­sögn um æski­leg næstu skref.

Nið­ur­stöð­ur heild­ar­út­tekt­ar EFLU verða nýtt­ar af Mos­fells­bæ til að for­gangsr­aða að­gerð­um og mun bær­inn sækjast eft­ir leið­bein­ing­um þeirra um verklag við end­ur­bæt­urn­ar.

„Í heild­ar­út­tekt­inni var far­ið ít­ar­lega yfir starfs­rými og heild­stætt mat á öll­um þeim gögn­um sem aflað var mynda út­tekt­ina. Ekki er unnt að taka ein­staka mæl­ing­ar og fjalla um þær ein­angrað og draga álykt­un um ástand hús­næð­is á þeim grunni. Við hvetj­um fólk til þess að kynna sér efni út­tekt­ar­inn­ar og spyrja full­trúa EFLU á kynn­ing­ar­fundi um efni henn­ar. Þann­ig er DNA sýna­taka eitt form gagna sem sam­an mynda safn vís­bend­ing sem er met­in í sam­hengi við alla aðra þætti sem eru til skoð­un­ar við heild­ar­út­tekt. Sér­hver mæl­ing og skoð­un er því vís­bend­ing sem er ein­göngu eitt púsl af mörg­um í því púslu­spil­inu sem gef­ur okk­ur heild­ar­mynd af ástandi hús­næð­is. Auk DNA sýna og loft­sýna er raka­mælt, fag­þekk­ing skoð­un­ar­að­ila lögð til grund­vall­ar og sýna­taka úr­bygg­ing­ar­efn­um nýtt til að ein­angra raka­skemmd­ir og styðja þann­ig við mat á um­fangi. Mestu skipt­ir þó hvað er gert í kjöl­far út­tekt­ar og hvern­ig er að því stað­ið.“ seg­ir Sylgja Dögg Sig­ur­jóns­dótt­ir hjá EFLU.

Kynn­ing á heild­ar­út­tekt EFLU

Heild­ar­út­tekt EFLU var kynnt fyr­ir skóla­stjór­um Varmár­skóla, starfs­mönn­um skól­ans og stjórn­end­um Mos­fells­bæj­ar þann 7. júní. Skýrsla EFLU var kynnt í bæj­ar­ráði þann 13. júní og skóla­sam­fé­lag­inu í heild sama dag á opn­um fundi í Varmár­skóla sem jafn­framt var streymt á Youtu­be rás Mos­fells­bæj­ar.

Vegna þess að skóla hef­ur ver­ið slit­ið var ákveð­ið að halda tvo fundi fyr­ir for­eldra og for­ráða­menn barna í Varmár­skóla og verð­ur seinni fund­ur­inn hald­inn 19. júní kl. 18:00 í Varmár­skóla.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00